Sarpur | 07:49

2010 Jóladagatal #22

22 Des

Nú þegar það eru bara tveir dagar til jóla og stysti dagur ársins runninn upp, 22. desember, ætla ég að nýta mér hinn víðfeðma veraldarvef og pósta hérna „stolnu“ jólaföndri – til að spara tíma.

Hugmyndin er að nýta fílt (svona stíft fílt, kannski bara hægt að stífa það?) og búa til þrívíddarskraut. Hugmyndin er tekin af þessari síðu og hannað af þessum föndurbloggara.

Hægt er að hala niður af síðunni skapalóni fyrir skrautið (það er hér) og það svo notað til að klippa fíltið út.

Fjögur stykki af skrautinu eru svo saumuð saman í saumavél. Toppurinn og botninn eru svo saumaðir saman.

Litlum fíltrenningum er síðan rúllað upp og þeir vættir í fljótandi lími til að haldast saman. Rúllunum er svo skellt inn á milli „blaðanna“ í skrautinu og límdar þar fastar. Svo má hengja skrautið upp!

Stolið HÉÐAN!