2010 Jóladagatal #23

23 Des

Upp er runnin Þorláksmessa sem er líklega einn erilsamasti undirbúningsdagurinn hjá flestum. Ég hlakka allavega til saltfisksveislu í kvöld hjá mömmu og pabba (erum ekkert í skötunni) og ganga frá síðustu gjöfunum. Jólatréð er komið upp og verður skreytt í kvöld!

Ég uppgötvaði allt í einu að ég er ekki með eitt einasta skraut hjá mér í vinnunni og datt þess vegna í hug að gera e-ð lítið og einfalt til að jólin gætu líka komið þar. Ég fékk eina hugmynd héðan sem er mjög fljótleg og pínu hátíðleg.

Efniviður:

  • Stífur pappi
  • Límband
  • Fljótandi lím
  • Garn og heklunál

Búnar eru til keilur úr pappanum – í líkingu við jólatré 🙂

Svo eru tveir litir heklaðir saman í loftlykkjur. Ég gerði þrjú „tré“ og hafði eitt rautt/hvítt, eitt grænt/hvítt og það minnsta grátt/hvítt.

Þegar heklun er lokið (mjög fljótlegt) er heklaða keðjan límd á keiluna, byrjað neðst og unnið upp.

Hún lítur þá svona út að lokum:

Ágætis borðskraut í vinnunni, ekki satt? 😉

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s

%d bloggurum líkar þetta: