Sarpur | 10:02

2010 Jóladagatal #24

24 Des

(Gleðilega hátíð! Ég kom mér aldrei í það að opna föndurgluggann á aðfangadag en finnst hálf hallærislegt að sleppa honum svo að hér kemur hann …)

Í dag er stóri dagurinn sem allir hafa verið að bíða eftir, 24. desember og þess vegna jólin í dag! Jibbí 🙂 Af því að jólin eru nú einu sinni hátíð gjafanna (svona auk þess að vera hátíð ljóssins/friðarins/barnanna/gleðinnar o.s.frv.) ætla ég að skella inn myndum af innpökkun gjafanna í ár!

Ég skreytti tvo IKEA-kassa með landakortum og notaði sem gjafakassa. Hugmyndina fékk ég héðan og hún kom vel út; þetta er líka gjafakassi sem á framhaldslíf 🙂