Fimmtudagsföndurrófan kveður!

30 Des

Elsku lesendur!
Í dag er síðasti fimmtudagur ársins 2010 og því ekki úr vegi að líta yfir liðið ár!

Upphafið

Ég byrjaði að leggja drög að þessu föndurverkefni í fyrstu viku ársins og fyrsta fimmtudagsföndrið var áramótaspöngin um síðustu áramót:

Í byrjun ákvað ég að fara varlega í að lýsa því yfir að ég myndi pósta í hverri viku, þar sem ég þekki sjálfa mig og hélt að ég myndi fljótt missa úr einhverja fimmtudaga. Fljótlega komst föndrið þó upp í rútínu og nokkrar hugmyndir vann ég dálítið fram í tímann. Ég var þó miklu oftar að leggja lokahönd á föndrið helgina áður en það birtist, eða jafnvel bara kvöldið áður 🙂

Ég hef verið ansi dugleg að sk0ða föndur á netinu í nokkurn tíma og er með stórt safn tengla (bookmarks) sem ég er alltaf að bæta í. Fólk hefur líka verið duglegt að gauka að mér ýmsum hugmyndum sem ég er mjög þakklát fyrir. Hugmyndirnar virðast kannski vera óþrjótandi hjá mér- en það er þá vegna þess að netið er auðvitað endalaust! 😉

Jóladagatalið hefur mér líka fundist ótrúlega skemmtilegt þrátt fyrir að það hafi verið meira en að segja það að henda inn föndri á hverjum einasta degi nú í desember. Þið munið að skoða það hérna á stikunni fyrir ofan (Jóladagatal 2010 og 2009)

Markmiðið

Markmiðið með föndrinu hefur alls ekki verið að „hanna“ eitt eða neitt sem ég gæti gert að mínu. Það væri líka í hæsta máta óviðeigandi þar sem ég nýti nánast undantekningarlaust hugmyndir annarra!

Mig langaði miklu frekar að sýna fram á að venjuleg föndurrófa eins og ég, með tíu þumalfingur þegar kemur að saumavélum og sem kann ekki að prjóna, getur samt með góðum leiðbeiningum búið til ýmislegt sniðugt og hagnýtt! Ekki síst þegar kemur að því að endurvinna gamalt og nota í nýjum tilgangi eða með nýjum áherslum.

Eins og þið hafið tekið eftir hef ég verið nærri vikulegur gestur í Góða hirðinum og mæli eindregið með þeirri búð fyrir allar föndurrófur. Þar er sko allt milli himins og jarðar hægt að finna! Mig langar til að vinna að því að vera umhverfisvæn og þess vegna er mjög sniðugt að nýta gamla hluti.

Auk þess gefa gamlir hlutir með sögu alltaf sérstakt yfirbragð og tengslin geta orðið skemmtilegri fyrir vikið. Gamli ónýti eyrnalokkurinn sem hefur verið í fjölskyldunni heillengi en enginn getur notað lengur, getur nefnilega sómt sér prýðilega sem skraut á hárspöng og fær þar með nýtt gildi!

Takk kærlega fyrir mig!

Með þessum síðasta föndurpósti langar mig að þakka ykkur öllum sem lásuð og höfðuð gagn (og jafnvel gaman) af því sem ég hef verið að gera. Þið hafið verið ótrúlega mörg og mun fleiri en ég átti nokkurn tímann von á!

Það hefur gefið mér svo mikið að sjá allar heimsóknirnar sem losa 20.000 á þessu ári (!) og ekki hvað síst að lesa kommentin frá ykkur 🙂

Ég er ekki hætt að föndra og hver veit nema hingað slæðist föndur á næsta ári en ég ætla samt ekki að halda þessu úti vikulega 🙂

Að lokum langar mig að henda inn þeim fimmtudagsföndrum sem ykkur líkaði hvað best við og fengu langflestar heimsóknir, svona nokkurs konar topp 10-lista yfir fimmtudagsföndrið 🙂

10. Glasamottur með álímdum landakortum – birt 13. maí

9. Hárspangir með íslenska fánanum – birt 27. maí
(í miðju Eurovisioni :))

8. Skál úr gamalli vinylplötu – birt 8. júlí

7. Kökudiskur gerður úr gömlum diskum og glösum – birt 14. janúar

6. Hálsfesti úr gardínufestingu – birt 25. mars

5. Uppgerður lampafótur úr Góða hirðinum – birt 25. febrúar

4. Eyrnalokkar úr stífaðri blúndu – birt 29. apríl

3. Garnboltaskraut á seríu – birt 18. mars

2. Nálaveski – birt 1. júlí

1. Skartgripahengi úr gömlum ramma – birt 8. apríl

6 svör til “Fimmtudagsföndurrófan kveður!”

 1. Jónína desember 30, 2010 kl. 11:40 #

  Það hefur verið ótrúlega gaman að fylgjast með þessu föndurbloggi þínu og hvað hægt er að gera mikið úr litlu. Hugmyndirnar óþrjótandi og framkvæmdin ekki síður og gaman að sjá hvað hægt er að endurnýta margt í stað þess að fleygja öllu á haugana um leið og sjá fer á hlutnum eða ekki not fyrir hann lengur í sínu upphaflega hlutverki.
  Takk fyrir skemmtunina.
  Jónína.

  • eyrun desember 30, 2010 kl. 12:53 #

   Takk fyrir það, Jónína!

 2. María Rut desember 30, 2010 kl. 12:14 #

  Hef haft gaman af því að líta hér inn þegar mér leiðist í skólanum – er sjálf að safna í sarpinn fyrir hönnunarblogg, deili link þegar það er til 🙂 Gleðilegt ár og takk fyrir góða afþreyingu 😀

  • eyrun desember 30, 2010 kl. 12:54 #

   Takk María – endilega smelltu inn linknum þegar þú setur bloggið í loftið, það væri gaman að fylgjast með 🙂

 3. María Rut febrúar 6, 2011 kl. 19:00 #

  jæja þá held ég að ég sé komin á rétt ról í blogginu – http://brekkukot.wordpress.com/ – endilega kíkkaðu og segðu þína skoðun 🙂

 4. Karen ágúst 2, 2011 kl. 09:41 #

  Komdu aftur!

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s

%d bloggurum líkar þetta: