Sarpur | Bókahilla vikunnar RSS feed for this section

Bókahilla vikunnar

27 Jan

Mjög fagrar bókahillur sem eru hagnýtar líka!
Fann þær á þessari síðu.

Í tveggja hæða húsi væri þetta náttúrulega upplagt!

Bókahilla dagsins

20 Jan

Þar sem ég er heilluð af nýjum notum fyrir gamla muni þessa dagana fannst mér þessar bókahillur dálítið skemmtilegar.

Hönnuðurinn, Isabel Quiroga, keypti notuð borð og bjó til þessa fínu hillu og gaf henni nafnið Storyteller sem er sannarlega réttnefni því að þessi borð eiga hvert sína sögu.

(fengið héðan)

Bókahilla vikunnar!

13 Jan

Er ekki löngu kominn tími á þetta? Datt alveg upp fyrir í jóladagatalsbrjálæðinu…

Mér finnst lágar bókahillur ofsalega skemmtilegar. Þær minna mig á gamaldagsbókasöfn.

Svona hillur geta stækkað rými og gefa manni tækifæri til að hengja fallegar myndir á veggina/setja fallega muni ofan á. Eini ókosturinn er að það kemst ekkert voðalega mikið í þær – nema kannski að maður komi þeim fyrir meðfram öllum veggjum!

Ég fékk smá jólafíling (var ekki skammturinn búinn??!!) þegar ég fékk þetta sent í pósti í gær:

Myndablogg #43

27 Nóv

Almáttugur, er ég ekki alveg að gleyma bókahillu vikunnar?

Nú þegar plássið er að minnka í mínum bókahillum læt ég mig dreyma um hillur sem hægt er að setja yfir hurðir og nýta þar með „dauða“ plássið fyrir ofan. T.d. svona:

(myndir via t.d. Design*Sponge, I Suwannee og Freshome)

Þetta er líka sniðug hugmynd þar sem hátt er til lofts (ætli maður verði samt ekki að passa að setja ekki uppáhaldsbækurnar sínar þarna sem maður vill grípa í með lítilli fyrirhöfn :))

Þessi tók þetta svo bara alla leið!

Myndablogg #36

12 Nóv

Bókahillur vikunnar eru í það minnsta praktískar:

consoleshelves

Það er eitthvað ótrúlega krúttlegt og þægilegt við að hanna stól/legubekk með bókahillum.

cave_c

Svo eru svona bókahillur líka ævintýralegar; sófi eða legubekkur innrammaður af bókahillum. Me like 🙂

4

Myndablogg #32

5 Nóv

Komið að bókahillu vikunnar. Sem að þessu sinni er staðsett í húsnæði Centre for Contemporary Culture í borginni Maastricht í Hollandi. Hillan er hluti af innsetningu frá hópnum Eventarchitectuur frá árinu 2005 og er eiginlega bara brjáluð. En samt e-ð svo flott…

Myndablogg #27

28 Okt

Ég má ekki gleyma bókahillum vikunnar! 🙂

Mér finnst mjög fínt að blanda fínum hlutum inn á milli bókanna í bókahillunum og það eru margir sem gera það. Ef ég hefði meira pláss í mínum hillum myndi ég örugglega gera það!

Hins vegar er líka mjög smart að hengja listaverk á bókahillur og þá á ég við utan á. Reyndar ná þau oft yfir hluta bókanna sem njóta sín þá ekki en listaverkin njóta sín hins vegar mjög vel. Þarna slær maður líka tvær flugur í einu höggi, sparar veggpláss undir listaverkin og skreytir fínu bókahillurnar sínar.

Hérna eru nokkrar útfærslur:

1

2007-05-08-bookroom

3351543011_d8c0d5b1e4

Hvað finnst ykkur svo? Frábært eða frábært?

Myndablogg #23

21 Okt

Ég ákvað að hafa fastan lið hérna á blogginu: Bókahilla/-ur vikunnar!
Játa það að þetta er ekki algjörlega mín frumlega hugmynd en þetta er bara of góð hugmynd til að sleppa því og ég er forfallinn bókahillusjúklingur.

6a00d8341c6a0853ef0120a64f8bde970c biblio0

Bókahilla dagsins er hönnun frá Mílanó (nobody&co) og ég gæti í alvöru gefið af mér annan handlegginn til að eignast eina slíka. Hversu svalt væri að eiga t.d. litla kollinn í stofunni, fullan af skemmtilegu lesefni – tímaritum og skemmtilegum bókum sem gaman er að blaða í? Eða jafnvel bókum fyrir börnin?