Sarpur | Playlisti RSS feed for this section

Topp tónlistin 2009 (íslensk)

25 Jan

Frá áramótum hefur mig langað að birta lista yfir það skemmtilegasta sem ég hlustaði á á árinu 2009. Ég var sérstaklega dugleg að hlusta á íslenska tónlist – og keypti mér meira af íslenskum diskum en nokkru sinni fyrr!

Hérna er listinn minn yfir bestu íslensku plöturnar 2009:

10. Sykur – Frábært eða frábært
Hlustaði bara lítillega á þessa plötu en þarf að taka hana til frekari skoðunar. Úrvals synthapopp. Besta lag: Rocketship.


9. Árstíðir – Árstíðir
Árstíðir komu á óvart með tærar raddir og gullfallegar melódíur. Eitthvað við lögin þeirra sem er svo svakalega kunnuglegt. Bestu lög: Sunday Morning og Látum okkur sjá.


8. Á Ljúflingshól – Sigríður Thorlacious og Heiðurspiltar
Fallegu lögin eftir Jónas og Jón Múla Árnasyni í skemmtilegum útsetningum sungin af góðri söngkonu. Getur varla klikkað! Bestu lög: Í hjarta þér og Sérlegur sendiherra.


7. Trúbatrix – Taka 1
Þessi diskur kom mér á óvart og ég set hann hérna inn af því að lögin eru fjölbreytt og skemmtileg og mjög mikil gróska. Bestu lög: Þynnkublús og En þú varst ævintýr.


6. Feldberg – Don’t be a stranger
Ég hafði hlustað aðeins á Eberg áður og þessi plata kom sem himnasending. Fór ekki úr spilaranum í lengri tíma! Bestu lög: Eiginlega öll, helst í einum rikk!


5. Hjálmar – IV
Marglofuð plata og stendur gersamlega undir öllu lofinu. Fór með ÁPB á forsýningu myndarinnar (sem fylgir disknum) og forsýningartónleikana, sem stóð upp úr af tónleikum á árinu. Besta lag: Taktu þessa trommu.


4. Múm – sing along to songs you don’t know
Mjög skemmtileg plata og allt öðruvísi tónlist en múm hafði verið að gera. Enginn sem er svikinn af að eignast þessa plötu. Besta lag: Húllabbalabbalú.


1.-3. Bloodgroup – Dry land
Ég gat eiginlega ekki gert upp á milli þriggja efstu en hlustaði sama og ekkert á nýju Bloodgroup fyrr en eftir jól. Hún er alveg svakalega góð og er ekki enn farin úr spilaranum. Bestu lög: Öll.


1.-3. Hjaltalín – Terminal
Þessi önnur plata Hjaltalín er svo yfirmáta vel unnin og flott heild að það er engu lagi líkt. Loksins fáum við líka að heyra hvað Sigríður Thorlacius er rosalega góð söngkona! 😉 Besta lag: Feels Like Sugar.


1.-3. Hermigervill – Leikur vinsæl íslenzk lög
Ef ég væri neydd til að taka eina plötu frá 2009 með mér á eyðieyju myndi ég taka þessa snilld með mér! Öll lögin eru stórkostleg hvert á sinn hátt og hugmyndin er svo góð. Uppgötvun ársins!

Topp tónlistin 2009 (erlend)

24 Jan

Frá áramótum hefur mig langað að birta lista yfir það skemmtilegasta sem ég hlustaði á á árinu 2009. Ég var mun meðvitaðri í hlustun á erlendu efni á síðasta ári  en oft áður og það skilaði sér í mjög fjölbreyttri skemmtun og mörgum uppgötvunum (þó að þær hafi ekki allar verið frá 2009, heldur margar frá 2008 og 2007)

Hérna er listinn minn yfir bestu erlendu plöturnar 2009:

10. Kanye West – 808s and heartbreaks
Hlustaði svolítið á þessa plötu fyrri hluta árs, síðasta ár var þó ekki besta ár flytjandans (hehe). Besta lag: Say You Will.

9. Muse – The Resistance
Þessi plata kom nú ekki mikið fyrir hjá mér á síðasta ári, hef meira hlustað á hana það sem af er 2010. Inniheldur þó marga hittara, t.d. Undisclosec Desires.

8. Franz Ferdinand – Tonight: Franz Ferdinand
Hressleiki og djamm, besta lag: Hittarinn Ulysses.

7. Empire of the Sun – Walking On a Dream
Féll í stafi þegar ég heyrði í þessum svölu Áströlum, hljómurinn og raddanirnar svo skemmtilegar. Besta lag: Hittarinn Walking On a Dream og We Are the People.

6. Lily Allen – It’s Not Me It’s You
Ég fíla Lily, hún er að mörgu leyti eins og Megas okkar: Lagasmíðirnar eru mjög skemmtilegt popp og textarnir smellnir. Bestu lög: The Fear, Not Fair, 22.

5. Florence and the Machine  – Lungs
Hluti af þessari „female artist“-bylgju sem virðist vera við lýði núna (vúhú). Ógnarhress og kjaftfor. Bestu lög: Kiss with a Fist, Drumming, You’ve Got the Love og Rabbit Heart.

4. Bat For Lashes – Two Suns
Algjörlega frábær tónlistarmaður, þó að ég hafi fremur fílað fyrri plötuna hennar Fur and Gold sem heildarverk. Þessi rennur þó mjög ljúflega í gegn og ég hlakka til að heyra meira. Bestu lög: Sleep Alone, Moon and Moon, hittarinn Daniel og Pearl’s Dream.

3. Karen O and the Kids – Soundtrack from Where the Wild Things Are
Þessa tónlist uppgötvaði ég alveg óvart og finnst hún alveg hreint yndisleg. Komst að því að þessi Karen O er söngkona í hljómsveitinni The Yeah Yeah Yeahs sem ég kannast lítillega við. Fyrir ykkur sem ekki þekkið myndina (er ekki komin í sýningu hér) er hér á ferð falleg barnamynd eftir einni skemmtilegustu barnabók sem ég hef lesið. Mæli með henni – og auðvitað tónlistinni. Bestu lög: Allt saman!


2. Röyksopp – Junior
Flestir kannast nú við Norðmennina úr Röyksopp og þessi plata er algjör snilld. Þeir fá sænsku súbersöngkonurnar Robyn, Lykke Li og söngkonu The Knife í lið með sér og útkoman er svakaleg partíplata sem batnar við hverja hlustun. Bestu lög: The Girl And The Robot og It’s What I Want.

1. La Roux – In For the Kill
Uppgötvun ársins. Alveg svakalega heilsteypt og flott plata og söngkonan Eleanor Jackson algjört dúndur. Hvet alla til að kynna sér þessa plötu! Bestu lög: In for the Kill, Quicksand, hittarinn Bulletproof og Fascination.

Skelli svo inn íslensku plötunum 2009 við tækifæri!

Myndablogg #37

13 Nóv

Kominn tími á föstudags-playlistann 🙂
Svona rétt til að hefja helgina með smá fíling…

1. Robyn – Should Have Known
2. Sahara Hotnights – Fall Into Line
3. Bergþóra Árnadóttir – Gott áttu veröld
4. The Ravonettes – My Boyfriend’s Back
5. Des’ree – You Gotta Be
6. The Searchers – Sweets for My Sweet
7. Opus – Life Is Life
8. Retro Stefs
on – Montana
9.
Sébastien Tellier – Divine
10. Yelle – Ce Jeu

P.s. mottóið mitt um helgina (sem og alla aðra daga) ætti að vera þetta hér:

tumblr_ksss0oy7Pf1qzrquho1_400

Myndablogg #17

9 Okt

Hér er smá playlisti fyrir þá sem þurfa að hressa sig við í ógeðslegu veðri:

  1. Robyn – Cobrastyle
  2. Lily Allen – Fuck You
  3. Noisettes – Wild Young Hearts
  4. Modern Talking  – Cheri, Cheri Lady
  5. Lykke Li – Dance, Dance, Dance
  6. M.I.A. – Bird Flu
  7. Little Boots – Meddle
  8. Regina Spektor – Hotel Song
  9. La Roux – In For The Kill
  10. The Chifftons – One Fine Day

P9190027

114. Uppgjör helgarinnar

12 Jún

Í tónhlöðunni:
1. Ragnar Bjarnason: Lipurtá
2. The Bloodhound Gang: Why´s Everybody Always Picking On Me?
3. Álftagerðisbræður: Rósin
4. Duck Tales – lagið
5. Ragnar Bjarnason: Ævintýri
6. Elsa Sigfúss: Óli lokbrá
7. Vilhjálmur og Ellý: Í grænum mó
8. Sykurmolarnir: Deus
9. Megas: Heilræðavísur
10. Ellý Vilhjálms: Meir

Ég átti hreint ágæta helgi. Fór með Húbbu vinkonu í skotbolta og snú-snú á föstudagskvöldið ásamt mergð fólks sem ég þekkti lítið. Það var alveg svakalega gaman. Fann reyndar fyrir elli minni á laugardeginum þegar ég vaknaði og fann til í öllum liðum í fótunum. En það var þess virði. Á laugardeginum fór ég í mega-svaka-gíga-verslunarleiðangur með Dillu sys þar sem ég skildi eftir tómar hillur og blóði drifna slóð í Smáralind og Kringlu. En enginn óþarfi var keyptur og allir voru sáttir. Fór svo með Dillu og borðaði með þeim í Garðabænum. Við sátum svo og gláptum á kassann þangað til ég taldi óhætt að fara heim þar sem steggjapartí stóð sem hæst. Þeir fóru svo í bæinn og ég sótti manninn um síðir.
Í gær, sunnudag, var seint vaknað og farið í bakarí. Húbba kom svo með 5. seríu af Friends og við skruppum líka í ísbíltúr. Kvöldinu var eytt fyrir framan kassann með Friends og kínamat, fremur ljúft en ákaflega óhollt.

Það sem liggur fyrir í vikunni er að tala við TBR, redda brúðkaupsgjöf og hjóla í vinnuna a.mk. 2x í viðbót. Þetta gengur ekki lengur – nú skal tekið á!!! Engin miskunn!!

Fyrirbæri dagsins: Afturvirkt reyndar, en það eru Friends. Merkilegt hvað er hægt að horfa á þetta aftur og aftur. Og þvílíkt úthald að gera 10 seríur um sömu manneskjurnar og allt gerist þetta bara í sömu tveimur, þremur íbúðunum!!!

111. Leiðist

7 Jún

Voðalega lítið að gera í vinnunni… ýmis formsatriði sem þarf að ganga frá. Svo er fólk bara alls ekki nógu duglegt að svara tölvupósti, já ég verð bara að segja það…

Þetta hef ég verið að hlusta á í tónhlöðunni minni: (listi valinn af handahófi)
1. Hamrahlíðarkórinn – Út á djúpið hann Oddur dró
2. Spilverk þjóðanna – Miss you
3. 90´s lag – Truth, Beauty and A Picture of You
4. Megas – Reykjavíkurnætur
5. Cypress Hill – Insane In the Brain
6. Rufus – Eighties Coming Back
7. Bergþóra Árnadóttir – Vögguvísa
8. Cat Stevens – Here Comes My Baby
9. Helena Eyjólfsdóttir – Bewitched, Bothered and Bewildered
10. Suede – Saturday Night
11. Procol Harum – A Whiter Shade of Pale
12. The Mamas & the Papas – California Dreamin´
13. Hamrahlíðarkórinn – Blástjarnan þó skarti skær
14. Dexy´s Midnight Run… – Come On Eileen
15. Green Day – When I Come Around

… og ég sem hélt að ég væri með alltof mikið af íslenskri tónlist í tækinu!!

Fyrirbæri dagsins: Ætla að vera öfga neikvæð og segja Uglan hjá HÍ. Ástæðan er sú að ég á enn eftir að fá tvær einkunnir og í dag er ALLRA ALLRA síðasti dagur til að skila einkunnum fyrir ALLA!!! Ekki að fíla kennarann minn núna!