Sarpur | Sjónvarp RSS feed for this section

Myndablogg #41

23 Nóv

Ég er dottin í nostalgíuna. Eftir að Skjár1 lokaði höfum við skötuhjúin horft á hitt og þetta á kvöldin. Tókum nokkur kvöld í að horfa á Nonna og Manna-þættina sem eru jafndásamlegir og þeir voru fyrir 20 árum.
Ég er svo byrjuð að kafa í gömlum Will&Grace-spólum, sem eru með skemmtilegra sjónvarpsefni sem framleitt hefur verið: Einu þættirnir sem ég hef fengið fráhvarf frá og VARÐ að sjá!! Það er bara alltof ljúft að rifja upp móment með gömlu vinunum undir teppi uppi í sófa.

GL að eilífu :)

3 Jún

gl1

Þungu fargi af okkur öllum létt; RÚV hefur ekki í hyggju að hætta að sýna Leiðarljós!
Nú skulum við vona að þeir fái svakalegan kreppudíl á þeim 10 árum sem eftir eru…

collage

239. Að láta sér detta það í hug!

4 Feb

Þann 23. febrúar fer ég á tónleika að sjá þessa fíra á sviði sem kenna sig við þursa

78article.jpg

Þeir gáfu m.a. út þessar plötur

imageashx.png og image1ashx.png

… eru víst að koma saman í tilefni af 30 ára afmæli sínu og verður svaka stuð, spila með Caput-hópnum og ég veit ekki hvað!

En…

á sama tíma verður þetta í sjónvarpinu

songvakeppni2008ny.jpg

þ.e.a.s. lokakeppnin – þar sem framlag okkar í þessa keppni

esccolourlogobelgrade_sm.gif

verður valið!

Ég er eitt mesta júróvisjón-nörd (já, það er hk.orð!) sem ég þekki.
Hvað var ég að hugsa?

235. Undir lok árs 2007

30 Des

Horfið á þetta.

215. Jóladagatal – eða hvað?

3 Des

ATH. hér á eftir fer frekar pirruð færsla…

Eitt af því sem ég tengi hvað mest við jólaundirbúninginn þegar ég var krakki var að horfa á jóladagatalið í Sjónvarpinu rétt fyrir 6 á hverju kvöldi. Það hélt manni við efnið og oftar en ekki voru sögurnar spennandi og með svo jólalegu ívafi að maður komst ekki hjá því að hlakka óskaplega til næsta dags. Þó að þættirnir væru ekki nema 10 mínútur á kvöldi var þetta samt svo heilög stund eitthvað. Að maður tali nú ekki um barnaefnið á sjálfan aðfangadag sem var oftast mjööög skemmtilegt og þá var líka sýndur lokaþátturinn af jóladagatalinu, sykursætur og ilmandi þáttur þar sem boðskapur jólanna komst sannarlega til skila til áhorfenda og gaf tóninn fyrir komandi kvöld sem var náttúrulega mesta spennan! Það er því í svolítilli nostalgíu sem ég hef stundum fylgst með jóladagatalinu eftir að ég varð fullorðin … reynir maður ekki alltaf að skapa sér einhverjar hefðir í kringum jólin?

Af er sem áður var.

joladagatal.gif
Í ár er jóladagatalið Jól á leið til jarðar sýnt áreiðanlega í þriðja sinn (!) og ég trúi því ekki að íslensk börn í dag séu ekki farin að fatta brandarann. Að RÚV láti sama efnið rúlla aftur og aftur. Þau hafa nokkur jóladagatöl á lager sem eru sýnd með nokkurra ára millibili. Jú, það er þetta, svo er það Stjörnustrákur sem ég hef séð nokkrum sinnum að ógleymdu Tveir á báti með Gísla sáluga Halldórssyni og Á baðkari til Betlehem sem var mitt uppáhald. Flest af þessu og fleira sem ég kann ekki að nefna hefur verið sýnt æ ofan í æ undanfarin ár.
Umsjónarmenn barnaefnis (a.m.k. þessa hluta barnaefnis) hljóta að halda að börn séu annars flokks manneskjur sem hægt sé að bjóða upp á sama dótið aftur og aftur án þess að neinn segi neitt…

Það hlýtur að vera ákaflega erfitt að framleiða svona þáttaröð. Jú, þættirnir þurfa að vera 24 og hver um sinn 10 mínútur. Það þýðir heilir 4 klukkutímar samfellt af efni… Og svo þarf þetta að höfða til barna og vera spennandi og samfelld saga alveg fram að jólum! Úff, já ég trúi því að íslenskir handritshöfundar hristi höfuðið og gefi þetta upp á bátinn, þetta er náttúrulega alltof krefjandi!! (sagt með bullandi kaldhæðni)

Þá er bara að bretta upp ermar og semja nýtt efni fyrir blessuð börnin sjálfur! Einhver til í þetta með mér??

16-12-2004-1131.jpg

29e855963d5dc19.jpg

144. Plehh…

29 Ágú

Æ, á maður að láta þessa vitleysu stjórna sér? Vakna um miðja nótt??

Ætlar Skjár einn að borga atvinnurekendum skaðabætur fyrir sofandi starfsmenn í fyrramálið??

Ef ég vakna, þá kýs ég. En ég er ekki bjartsýn á það…

Annars – áfram Magni!!

112. Jah, nú er ég sko alveg lost!

9 Jún


Það er óhætt að segja að með þættinum í gærkvöld hafi öll stratigían sem ég hafði byggt mér upp í hausnum hrunið til grunna eins og spilaborgir. Um leið og Kate fór að tala um byrgi nr. 2 og leikhúsfarða hvarflaði hugurinn til The Truman Show. Og þaðan haggaðist hann ekki!!! Núna er ég s.s. föst í því að halda að eyjaskeggjar séu hluti af sjónvarpsþætti (í sjónvarpsþætti NB) þar sem þeim er stjórnað af utanaðkomandi. En ég held líka að þetta sé aðeins meira en með Truman, því þeim eru gefnir einhverjir aukakraftar og síðan er reynt á sálfræðilegan og siðferðislegan styrk hvers og eins.
Gott að hafa komið þessu frá sér. Þið þarna úti sem hafið séð alla þættina langt fram í tímann, í guðanna bænum ekki segja neitt! Mér finnst þetta allt saman ákaflega spennandi þó ég sé aftur komin á byrjunarreit hvað plottið varðar.

Hún er komin aftur!!!!

19 Apr


Hafði haft veður af því en sá hana með eigin augum í dag!!! Hún Reva mín Shayne er snúin aftur!! Ég hélt ekki að ég myndi endurheimta hana, það er svo langt síðan síðast!
– Fyrir ykkur sem eruð alveg glórulaus akkúrat núna, þá er Reva ein af mínum elstu og bestu vinkonum. Ég kynntist henni á unglingsaldri og við höfum staðið saman í gegnum þykkt og þunnt; sorgir, gleði, hjónabönd – jafnvel meðvitundarleysi sem varði í hartnær ár!!
Hún er mér ákaflega kær en ég missti sambandið við hana fyrir 4-5 árum. Síðan þá hef ég þó jafnan verið í sambandi við fjölskylduna hennar og fylgst með umhverfinu í kringum hana. Ég er mjög ánægð að hafa heimt Revu úr helju!

Og…. já, hún býr í sjónvarpinu, í Leiðarljósi!

Var búin að lofa mér því þegar hún keyrði í sjóinn að þegar hún fyndist aftur (árið 2005 samkvæmt netútreikningum) þá skyldi ég fara aftur að horfa. RÚV ekki alveg að standa sig!
En hverju skiptir það, Reva er komin aftur!!!!

Reva, Roxie og Hank á góðri stundu

4 Des

Það er laugardagskvöld – eiginlega sunnudagsmorgun… Ég sit hérna fyrir framan tölvuna og er að myndast við að læra – þarf nauðsynlega að klára heimapróf og lesa marga ferkílómetra af efni fyrir próf sem er 20.desember… en í staðinn horfi ég á Boston Legal og blogga/les annarra manna blogg…
Mikið vildi ég að ég gæti bloggað um eitthvað annað en lærdóminn, en það er afar lítið annað varið í líf mitt þessa dagana..
Annars hef ég nú gert mest lítið af lærdómi síðastliðna daga en hef hugsað þeim mun meira um hann – liggur eins og mara á mér, mig dreymir þetta helvíti meira að segja á nóttinni! Meðal annars hef ég farið í eina jarðarför, föndrað á fimmta tug jólakorta, búið mér til snotran „fjölskyldumynda“vegg, búið til laufabrauð, farið í afmælispartí, séð Harry Potter í bíó, farið í eina lyfjagjöf og pælt heilmikið í jólakökubakstri. Síðast en ekki síst eyddum við Ásgeir dágóðum tíma í Smáralindinni í leit að jólafötum/afmælisgjöf og fundum þessi gasalega flottu teinóttu jakkaföt! Hann verður sko flottastur á jólunum, hot damn!!! hihihi
Jæja, ætla að reyna að gera eitthvað

22 Nóv

Bloggerinn hefur verið að stríða mér undanfarið – stal af mér heilli ritgerð í gær um nýja útgáfu af Hjálpum þeim
– kannski var hún ekkert góð og þið sluppuð þannig við vandræðalegt augnablik, hvað veit ég?
Annars er ég barasta að læra… og jú, ég bakaði kanilsnúða í gær. Fátt betra í skammdeginu en heitir kanilsnúðar…
Nú á ég eftir eina ritgerð og þá verður smá púst áður en prófin byrja… sennilegast byrja ég á nýja lyfinu einhvern tímann bráðum og þá verður stuð, eða ekki…
Ég mæli hins vegar með tvennu í dag: Nýju útgáfunni af Hjálpum þeim sem gefur hinni ekkert eftir (hápunktar: Páll Óskar, Bubbi, brassband og pípuorgelið í Hallgrímskirkju)
Hitt eru þættir sem við fengum lánaða og heita League of Gentlemen. Breskur húmor í svartara lagi og svoldið subbó en ákaflega fyndnir! Allir að sjá þá!
Yfir og út…