Sarpur | Te RSS feed for this section

Myndablogg #22

20 Okt

Akureyri var indæl. Ljúft veður, milt og svolítil rigning. Gengum um miðbæinn, borðuðum á Bautanum og Greifanum (namminamm), fórum í sund á Dalvík og í nokkrar búðir. Heimsótti tvær af uppáhaldsbúðunum mínum, þessa og þessa, og keypti plötur, bolla og glös og að sjálfsögðu te!

Það er samt alltaf notalegt að koma heim til sín aftur eftir svona mini-break.

PA170011

Myndablogg #19

13 Okt

Sit hérna í stofunni í danskri „hygge-sig“-stemningu. Í raun mætti kalla hana skilningarvitasúpu.

PA130001

Heyrn: Gamlir revíusöngvar af plötu, því að pólitíkin var einhvern veginn svo skemmtilega kómísk í gamla daga. Fátt skemmtilegt við pólitík í dag.

Sjón: Lestur bókar um ferðalag á Kínamúrnum eftir Huldar Breiðfjörð.

Bragð: Myntute úr svörtum bolla.

Myndablogg #16

8 Okt

Ég slekk á lampanum og tölvunni, geng frá dótinu ofan í tösku og þríf tebollann til að fara með hann inn í eldhús og vaska upp.

Þegar ég lít ofan í hann blasir þetta við:

PA070001

Nú er ég ekki nógu vel að mér að lesa í bolla. Hvað ætli hjarta úr tei þýði?

266. Dagligdags – 1.hluti

9 Sep

Núna er lífið prófarkalestur, þvílík törn þessa dagana.

Hér sit ég alla daga og langt fram á nætur, les yfir gáfulega texta hjá upprennandi (og orðnum) fræðingum og fræðimönnum, allt saman ákaflega gefandi… sérstaklega kl. 03 á nóttunni.

Þá kemur fíni hraðsuðuketillinn minn að góðum notum. Í honum get ég lagað sallafínt te úr fínu baukunum mínum og haldið mér vakandi (og rólegri) um stund. Hérna er hann einmitt að vinna hörðum höndum.

Ég fann aðra ævisögu Julie Andrews á Borgarbókasafninu í gær, (sbr. færslur 245 og 246) var ekki lengi að grípa hana með mér. Hún stóð bara í hillunni og beið eftir mér þessi elska. Verð að passa að spara hana, var alltof fljót með hina…

208. Hverjar voru líkurnar??!!

16 Okt

Samkvæmt kaffiprófinu er ég
Svart te!
.. þótt það hljómi furðulega.
Hvernig kaffi ert þú eiginlega?

119. Töffheit

16 Jún

Töffheit eru að vera með English Breakfast-te með hunangi í einangrunar-ferðabolla úr stáli. Ú je!!