Sarpur | Tölvur og tækni RSS feed for this section

267. Dagligdags – 2. hluti

10 Sep

Útsýnið út á Sundin blá getur verið fallegt út um vinnugluggann minn en undanfarið hefur rignt ansi mikið. Í góðu veðri eru litirnir í Esjunni mjög fallegir.

Nýjum vinnustað fylgir oft ný tækni. Þegar við fluttum var skipt um símkerfi. Ég sé um að færa símtöl þegar hringt er í beina númerið okkar. Það vafðist dálítið fyrir mér en svo skrifaði ég bara tossamiða 🙂

Svo sit ég hérna löngum stundum yfir vinnutölvunni. Vinni vinn…

P.S. Hvað finnst ykkur um áskorun bloggsins, þ.e. blogg með a.m.k. einni mynd á dag? Látið í ykkur heyra, annars nenni ég þessu ekki!


213. Líf eftir iPod

23 Nóv

zen-v-plus-player.jpg

Jú, það er líf eftir iPod! Ég missti glóruna þegar ég fattaði að ég hafði gleymt iPodinum mínum í flugvélinni á leiðinni til Danmerkur í október. Hversu slæmt er það? Hann var reyndar Mini, rispaður og gamall en ég var alveg miður mín… gat bara ekki lifað án hans.
Ég tók mig því til á þriðjudaginn og ákvað að skjóta út í loftið og kaupa mér mp3-spilara í fríhöfninni. Ég hafði pælt mikið í þessu og ákvað að setja fram kosti og galla þess að skipta yfir í mp3 í stað þess að kaupa bara iPod aftur: (ójá, ég elska lista og skipulag)
Kostir:
– ég gæti spilað alla tónlist (þyrfti ekki alltaf að konverta yfir á  m4u)
– mér finnst iPod svona almennt ekkert sérstaklega fallegur
– ódýrari
Gallar:
– ég þarf að konverta ALLRI tónlistinni minni sem er á m4u!
– ég kann ekkert á mp3-spilara

Ég sumsé sló til og keypti Zen plus Creative (eða e-ð, veit ekki hver framleiðir) – sjá mynd hér að ofan.
Eftir tveggja daga notkun hef ég komist að ýmsu um muninn á mp3 og iPod sem er kannski gagnlegt fyrir einhverja að vita (þá fáu sem ekki hafa fjárfest í slíkri græju):

Jú, mikið rétt – iPodar eru mjög user-friendly og vel markaðssettir, svo vel að 3 ára barn getur notað slíka græju! Zeninn minn er örlítið flóknari en samt ekki. Á honum eru tveir takkar (play/pause og back) og joy-stick takki til að velja og meira þarftu ekki. Hljóðið og on/off eru á hliðunum. Upptökutakki er þar líka því þetta virkar líka sem diktafónn 😉
Annar STÓR munur er að í Zen er innbyggt útvarp sem finnur þær stöðvar sem nást á hverjum stað! Náttúrulega bara snilld, þarf ekki að missa af fréttunum þó að ég sé í vinnunni! Ég veit reyndar að slíkt er einnig hægt að fá í iPod en það þarf að kaupa það sér/er bara í stærri iPodunum (var a.m.k. ekki í mininum mínum.
Mér finnst líka snilld að Zeninn er ekki bara afspilunartæki eins og iPodinn var – það er actually hægt að eyða út lögum/myndum og öðru í stað þess að þurfa að fara í tölvuna til að gera það!
Zeninn er pínulítill (mun minni en nýi iPod nano – ca. 2 extratyggjópakkar hlið við hlið) og þess vegna er hægt að hafa hann um hálsinn því að hann er svo léttur. Núna finnst mér gamli Mini hafa verið hlunkur (sem hét þó MINI).
Allt í allt er ég þrælánægð með að hafa skipt yfir. Ég þarf bara aðeins að læra á forritið sem fylgdi (svipar til iTunes) … en það kemur á endanum!

201. Nýja orðið á götunni

20 Sep

Svona lítur nýja Microsoft Word (2007) út. Ég þurfti að uppfæra ritvinnsluforritið í vinnutölvunni hjá mér til að geta nýtt mér annað forrit við textasöfnunina (flókið mál) og því var Word 2007 sett upp hjá mér. „Isspiss, ekki svo mikið vandamál, enga stund að læra á nýtt Word“ hugsaði ég.
Núna, nærri tveimur vikum síðar er ég enn að leita að hlutum sem ég veit að voru í gamla Wordinu. Þvílík uppstokkun!
Athugaðu t.d. hvort þú finnur eftirfarandi í Word 2007:
– Wordcount (það var á mjög handhægum stað í hinu gamla en hvar er það nú?)
– Symbol (??)
– Inndrátt á fyrstu línu í málsgrein

Ég er ekkert viss um að það sé svo góð hugmynd að stokka upp í gömlum forritum sem hafa fest sig í sessi. Svo er það svo agalega blátt, ekki svona þægilega og hlutleysislega grátt eins og hið gamla!

157. Svoldið skemmtilegt

15 Nóv

Góður leikur!

So, here’s how it works:

1. Open your library (iTunes, Winamp, Media Player, iPod, etc) 

2. Put it on shuffle

3. Press play

4. For every question, type the song that’s playing

5. When you go to a new question, press the next button

6. Don’t lie and try to pretend you’re cool…

Opening Credits: Rangur maður – Sólstrandargæjarnir (hehe, segir allt sem segja þarf! Kannski saga lífs míns…)
Waking Up:  In the year 2525 – Zager & Evans (60´s slagari með óhugnarlega framtíðarsýn, tryggir drungalegan morgun)
First day at school:  Son of a preacher man – Dusty Springfield (já stuð í skólanum)
Falling in Love:  Allt í einu – Stjórnin (jahá, ég veit greinilega hvað ég vil)

Fight Song: Dum – Nirvana (hvern ætli ég berjist við með þettta á fóninum?)
Breaking Up:  
Telepathy – Emilíana Torrini (er nú ekki alveg viss um að þetta sé rétta lagið við þetta tækifæri!)
Getting Back Together:  That Old Devil Moon – Lena Horne (já kenndu tunglinu um mistökin…)

Wedding: Let´s See Action – The Who (hahaha)
Birth of Child: Klofstuttir karlar – Björn Jörundur/Gauragangur (hahaha ekki alveg… jah, börn eru klofstutt)

Final Battle: Your Woman – White Town (Já ég berst fyrir mínum manni)
Death Scene: Love and Devotion –  Real McCoy (trú allt til dauða, eða þannig)
Funeral Song: I wanna love you forever – Jessica Simpson (oj, nei, engan hálfvita í mína jarðarför)

End Credits:  The Long Day Is Over – Norah Jones (vá tilviljun?!)

Hvað skal segja, undarleg tónlist inn á iTunes hjá mér… Þetta gæti verið tónlist í einhverri rómantískri gamanmynd!

146. Olympus SP-500

7 Sep

Ný myndavél var keypt á heimilið ekki alls fyrir löngu. Með því var gamall draumur uppfylltur hjá mér og við höfum verið að fikra okkur áfram með myndatökur. Um helgina fór ég í tvær stuttar ferðir og tók svolítið af myndum, bæði upp í sumarbústað og í jeppaferð um Reykjanesið (Krísuvíkurleið). Afraksturinn var eitthvað á þessa leið:

p9020070.jpg        

 p9030107.jpg     

p9020072.jpg

P.s. Endilega kommentið á þessar myndir, þannig lærir maður 😉

Skólahorror af verstu sort

10 Maí

Er búin að vera í panikki síðan á hádegi í gær. Ástæðan: helv. sjónvarpsverkefnið!! Við eigum að skila fullbúinni frétt og handriti á mánudag. En kameruna og klippitölvuna þurfum við að panta og höfum bara í einn dag hvort. Jújú, það gekk alveg vel að taka og finna myndefni, hef nú gert það nokkrum sinnum áður. EN þegar kom að klippidótinu var ég alveg ren. Við fengum ca. 10 mínútna kennslu hvernig við áttum að taka efnið inn á tölvuna af kamerunni og setja klippin niður á sequence. Í ofanálag er þetta svo Apple-tölva.
Ég lenti auðvitað í veseni (týpískt ég, nýkomin heim úr ljúfri Lundúnaferð) og var nærri búin að þurrka út verkefni samnemendanna for good!! – engar áhyggjur, það verður hægt að bjarga því – Ég gat tekið efnið inn, ekki búið til mína eigin möppu, ekki klippt þetta almennilega. Á tímabili týndi ég meira að segja örinni!!!!
En guði sé lof og dýrð, þá er þessu lokið núna. Þarf að skila klippitölvunni á morgun sem og prófarkalestursverkefni! Annars er ég bara að dunda mér við að skoða myndir frá London:

hrpfff…

22 Sep

Var búinn að blogga heillangt blogg (þar var klukkið og allt, Rósa, ég sver það) en svo fór það bara… Hvað ætli verði um öll þessi týndu blogg, fólk er alltaf að lenda í þessu…
– Reyni kannski aftur á morgun… þegar mér er runnin reiðin, það voru myndir og allt í þessu…

Win some, loose some

7 Ágú

sniff… sniff… nú er hún Húbba mín farin til Danmerkur að verða fullnuma í þeirri list að sníða föt og hanna. Þar verður hún næstu 4 mánuði og því sé ég hana ekki fyrr en um jólin, sem er alveg ferlega langt, þegar maður hugsar um það. En eins og ég sagði við hana, hvað gerist svossem á Íslandi á þessum síðustu mánuðum ársins? Ekki neitt!!! Nema kannski jólaundirbúningur í desember, en hún verður nú komin tímanlega í hann. Það er ekki eins og hún missi af neinu hérna, nema nöldri yfir veðri og verði… hahahaha, en ég sniðug!
Hins vegar myndi ég gefa af mér vinstri handlegginn til að geta verið í hennar sporum, því ég ætlaði sko að vera úti í Danmörku í vetur. En obbosí! Eyrún keypti óvart íbúð og ákvað því að fresta þeim plönum aðeins – jú, þið lásuð rétt, fresta, því ég er staðráðin í að prófa að búa úti í náinni framtíð… það er eitthvað sem allir verða að prófa held ég.
Ég er því búin að liggja í hýði mínu um helgina og sleikja sárin eftir að hafa kvatt Húbbu á fimmtudag. Mest búin að vera að lesa Harry Potter, svaka spennó… varla samt að ég tími að lesa hana. Er að reyna að spæna hana ekki í mig, heldur njóta hvers orðs því mér finnst hún ofar öllu svo svakalega vel skrifuð. Sjaldan sem maður rekst á svo þýða og áreynslulausa notkun enskunnar í barnabók og það er svo gaman ( ástæðan kannski sú að bókin er einnig ætluð fullorðnum, svona í og með) – mæli með J.K. Rowling og vona að hún gefist ekki upp eftir Potter og haldi áfram að skrifa því ég á pottþétt eftir að lesa eitthvað meira eftir hana verði það í boði.
Það sem ég get hins vegar ornað mér við fram eftir vikunni er að ég er að fara að fá iPod!!!! Vei,vei!! Hlakka óumræðanlega til að losna við gamlan höktandi CD-spilara sem hefur þó staðið sig í stykkinu, miðað við aldur og ekkert alltof góða umönnun, en iPodinn er framtíðin og lífið…

1 Jún

Ef einhver er snillingur þá má hann hjálpa mér að setja myndir hérna inn, ég væri afar þakklát!

29 Maí

Ætli mér hafi tekist að breyta þessu, er nú ekki alveg sú sterkasta í þessum málum…