Sarpur | Tónlist RSS feed for this section

Fyrir föstudagstjútt:

28 Mar

332. Jóla-dagligdags – 63. hluti

2 Des

Enn á ný kominn desember… (dæs) hvað tíminn líður alltaf hratt!

Undanfarin tvö ár hef ég talið niður til jóla með skemmtilegheitum tengdum jólalögum. Og ég mun ekki bregðast ykkur frekar en fyrri daginn…

2006 var ég með skoðanakönnun á bestu jólalögum allra tíma. Ef mér skjátlast ekki sigraði Nóttin var sú ágæt ein með yfirburðum (7 stigum) sem besta kórjólalagið og Last Christmas (Wham) og Chestnuts Roasting on an Open Fire (Nat King Cole) deildu toppsætinu yfir besta poppjólalagið (með 6 stig).

2007 var metnaðarfull dagskrá á blogginu á hverjum degi til jóla með jólalagatextum.

2008 verður talið niður til jóla, kannski ekki á hverjum degi en því sem næst, með myndböndum!
Skal reyna að finna frumleikann og skemmtilegheitin í þessu og ekki bara vera með fyrirsjáanlegustu jólalögin (t.d. Last Christmas og Chestnuts Roasting… 😉 )

Hefst þá niðurtalningin.
Þið megið endilega vera jafndugleg að kommenta og undanfarin ár, jafnvel koma með óskamyndbönd!

1. Sjáumst aftur – Páll Óskar. Madrígali frá 14. öld, ekki kannski hið týpíska jólalag – en myndbandið er klárlega jóló!

299. Dagligdags – 32. hluti

19 Okt

Fór á Sinfóníutónleika með mömmu og pabba. Verkin voru þrjár sinfóníur eftir Sibelius, 5., 6. og 7. sinfóníur, ekki beint klassískt léttmeti en áhugavert engu að síður. Yndislegir kaflar inni á milli eins og hornastefið í lok þriðja þáttar 5. sinfóníu…

Stærstan hluta tímans sat ég og dáðist að bogastrokum og mjúkum hreyfingum. Tónlistarfólk ber sig svo fallega, það er nú sennilega hluti af þjálfuninni en samt, ég vildi stundum að ég gæti verið eins þokkafull og selló- eða flautuleikari – í stað þess að vera göslarinn sem ég er!

Þessir voru flottir, kontrabassinn er svalt hljóðfæri – sérstaklega þegar hann er svona mahónílitaður eins og þessi fremst á myndinni!

Eftir tónleikana fór ég svo í sushi-matarboð. Það var skemmtilegt og skrautlegt og ótæpilega drukkið af hvítvíni með. Ástæðan var nú kannski sú að ég setti alltof mikið wasabe út í sojasósuna og varð að deyfa bragðið með hvítvíninu! Jújú, þetta varð skrautlegt kvöld, hoppað í sófum og fleira skemmtilegt! 🙂

294. Dagligdags – 27. hluti

13 Okt

Á laugardaginn skellti ég mér á ball ársins, hvorki meira né minna! Fórum fjórar saman stöllurnar (Bínurnar svokölluðu) á Kjólaball Heimilistóna í Iðnó. Við María brunuðum beint af Kjalarnesinu til Hillu og eftir að hafa klætt okkur upp í galakjóla (að sjálfsögðu) þutum við á ballið.

Ballið sjálft var æðislegt; hljómsveitin engu lík, félagsskapurinn framúrskarandi og svo var bara svo mikil stemming! Allir í húsinu kunnu textana við lögin þeirra og meira að segja sungu allir með nýju lögunum eins og ekkert væri!

(mynd frá Hillu)

Reyndar fengum við ekki uppáhaldslagið okkar sem óskalag, þrátt fyrir að hafa sungið það sjálfar á erlendri grundu, en það var verulega sátt Eyrún sem skrönglaðist heim í rúm eftir fjóra tíma af stanslausum dansi!

239. Að láta sér detta það í hug!

4 Feb

Þann 23. febrúar fer ég á tónleika að sjá þessa fíra á sviði sem kenna sig við þursa

78article.jpg

Þeir gáfu m.a. út þessar plötur

imageashx.png og image1ashx.png

… eru víst að koma saman í tilefni af 30 ára afmæli sínu og verður svaka stuð, spila með Caput-hópnum og ég veit ekki hvað!

En…

á sama tíma verður þetta í sjónvarpinu

songvakeppni2008ny.jpg

þ.e.a.s. lokakeppnin – þar sem framlag okkar í þessa keppni

esccolourlogobelgrade_sm.gif

verður valið!

Ég er eitt mesta júróvisjón-nörd (já, það er hk.orð!) sem ég þekki.
Hvað var ég að hugsa?

234. Jólalag dagsins – 3 dagar til jóla

21 Des

21. jólalag
Það aldin út er sprungið (Þýskur höf. ók. / Matthías Jochumsson)

– kirkjulegast af öllum jólalögum
… textinn vafðist fyrir mér þegar ég var yngri, eins og örugglega mörgum.
Frekar skrítið að ímynda sér Jesú sem epli eða mandarínu 😉

Það aldin út er sprungið
og ilmar sólu mót,
sem fyrr var fagurt sungið
af fríðri Jesse rót.
Og blómstrið það á þrótt
að veita vor og yndi
um vetrar miðja nótt.

Þú ljúfa liljurósin,
sem lífgar helið kalt
og kveikir kærleiksljósin
og krýnir lífið allt.
Ó, Guð og maður, greið
oss veg frá öllu illu
svo yfirvinnum deyð.

5934gospel-choir-of-angels-posters.jpg

233. Jólalag dagsins – 4 dagar til jóla

20 Des

Í dag ætla ég pínulítið að breyta út af vananum og birta tvo jólalagatexta. Ástæðan er sú að ég gat ómögulega gert upp við mig hvor mér fannst betri.
Laddi á bæði jólalög dagsins, annars vegar sem Þórður húsvörður og hins vegar sem Glámur.

20. jólalag/-lög
Út með jólaköttinn (Þórður húsvörður og Bryndís)
– úr Stundinni okkar. Textinn er óborganlegur eins og Þórður sjálfur –

Út með köttinn
kvikindið er loðið eins og ljón
út með jólaköttinn
hann hefur unnið heljarmikið tjón.
(já,svona farðu nú að koma þér út, sjá þetta kvikindi, með
hnakk og beisli…)

Út með köttinn
hann er búinn að drekka seinna kaffið mitt
út með jólaköttinn
hann er búinn að borða bjútíboxið þitt.
(sérðu þetta Bryndís? Ætlarðu ekki koma hérna og hjálpa
mér… og taktu þarna Hurðastúf eða hvað hann nú heitir,
með þér)

Út með köttinn
ég þoli ekki þetta skælda skinn
út með jólaköttinn
hann er búinn að éta besta kústinn minn.
(sjáið þið krakkar hvernig hann er búinn að fara með kústinn
minn!)

Út með köttinn
því hann á ekki lögheimili hér
út með jólaköttinn
hann er kominn inn í taugarnar á mér.
(jæja, þetta er nú alveg að koma! Ætlið þið ekki að hjálpa
okkur þarna Hurðastafur og Rassskellir…)

Út með köttinn
kvikindið er loðið eins og ljón
út með jólaköttinn
hann hefur unnið heljarmikið tjón.
(…þetta flón!)

64050big.jpg

Jóla hvað? (Glámur og Skrámur)
– þessa bræður þekkja allir og allir ættu líka að þekkja þessa texta og að mínu mati eru þeir mun betri heldur en venjulegir jólaballalagatextar… 🙂

Göngum við í hringi kringum herðatré
jólaherðatré, jólaherðatré
göngum við og herðum oss í kringum herðatré
sem Gerða gaf Herði í fyrra.

Svona gerum við er við sjóðum hangikjöt
tökum vaskaföt og stingum á þau göt
svona gerum við er við leigjum spariföt
sem afi er hættur að nota.

Nú skal segja, þér að þegja
þú skalt þegja og ekkert segja,
nú skal beygja og ykkur teygja
og svo fleygja ykkur allt í kring.

Gekk ég yfir sjó og sand og gekk svo inn í hjónaband
sagaði svo og smurði svo og hvað á ég að gera:
Þú skalt fá þér strigaskó, inniskó og Vaglaskóg
þú skalt fá þér gúmmískó og síðan fá þér kaskó!

Litlu andaraularnir
ætla út á haf, ætla út á haf
þeir þurfa að nota kúta annars sigla þeir í kaf,
þeir þurfa að nota kút’og kork annars sigla þeir í kaf.

Eitt bréf til Palla
og pakki til Kalla,
hristu bréfið, lestu pakkann
takk fyrir pakkann, takk.
Hálfa melónu,svekkta sítrónu
skyr og bjúga, rófuhrúga
takk fyrir matinn, takk.
(saltkjöt og baunir, þrjúþúsund kall!)

imageashx.png

232. Jólalag dagsins – 5 dagar til jóla

19 Des

19. jólalag
Ef ég nenni (Helgi Björnsson)
– hugsanlega undarlegasta jólalag fyrr og síðar,
og sigurvegari vondu-jólalagakeppninnar! –

Gimsteina og perlur, gullsveig um enni
sendi ég henni, ástinni minni.
Öll heimsins undur, ef ég þá nenni
færi ég henni, ástinni minni.

Lífsvatnið dýra úr lindinni góðu
færi ég henni, ef ég nenni.
Hestur í gullskóm hóflega fetar
heimsenda ratar, ef ég nenni.

Ég veit ég átti hér óskasteina
þá gef ég henni, ef hún vill fá mig
ég gæti allan heiminn ástinni minni
óðara gefið, ef hún vill sjá mig.

Ósköpin öll ég kaupi í snatri
koss fyrir lítið, ef ég nenni
fegurstu rósir af runnum þess liðna
rétti ég henni, ef ég nenni.

Aldrei framar neitt illt í heimi,
óttast þarf engillinn minn
því ég verð hér og vaki.

Skínandi hallir úr skýjum ég smíða
ekkert mig stöðvar, ef hún vill mig.
Dýrðlegri sælu dagarnir líða
umvafðir töfrum, ef hún vill mig.

Einhverja gjöf eflaust um jólin
ekki mjög dýra, sendi ég henni.
Ef ekkert skánar ástand í vösum
á ég þó kort að senda henni.

Ef ég get slegið einhvern
þá fær ástin mín gjöf frá mér.

whitetrashtreesmall.jpg

231. Jólalag dagsins – 6 dagar til jóla

18 Des

18. jólalag
God rest you merry gentlemen (lag og texti úr enskri þjóðlagahefð)
– eitt af hátíðlegri erlendu jólalögunum –

God rest ye merry, gentlemen, let nothing you dismay,
Remember Christ our Savior was born on Christmas Day;
To save us all from Satan’s power when we were gone astray.

O tidings of comfort and joy, comfort and joy;
O tidings of comfort and joy.

In Bethlehem, in Israel, this blessèd Babe was born,
And laid within a manger upon this blessèd morn;
The which His mother Mary did nothing take in scorn.

From God our heavenly Father a blessèd angel came;
And unto certain shepherds brought tidings of the same;
How that in Bethlehem was born the Son of God by name.

“Fear not, then,” said the angel, “Let nothing you afright
This day is born a Savior of a pure Virgin bright,
To free all those who trust in Him from Satan’s power and might.”

The shepherds at those tidings rejoiced much in mind,
And left their flocks a-feeding in tempest, storm and wind,
And went to Bethl’em straightaway this blessèd Babe to find.

But when to Bethlehem they came where our dear Savior lay,
They found Him in a manger where oxen feed on hay;
His mother Mary kneeling unto the Lord did pray.

Now to the Lord sing praises all you within this place,
And with true love and brotherhood each other now embrace;
This holy tide of Christmas all others doth deface.

God bless the ruler of this house, and send him long to reign,
And many a merry Christmas may live to see again;
Among your friends and kindred that live both far and near—

That God send you a happy new year, happy new year,
And God send you a happy new year.

god-rest-you-merry-gentlemen.jpg

230. Jólalag dagsins – 7 dagar til jóla

17 Des

17. jólalag
Skín í rauðar skotthúfur
– skemmtilegt barnajólalag, minnir mig á Skólakór Kársness –

Skín í rauðar skotthúfur
skuggalangan daginn,
jólasveinar sækja að
sjást um allan bæinn.
Ljúf í geði leika sér
lítil börn í desember,
inn’ í frið og ró, úti í frosti og snjó
því að brátt koma björtu jólin
bráðum koma jólin.

Uppi á lofti, inni í skáp
eru jólapakkar.
Titra öll af tilhlökkun
tindilfættir krakkar.
Komi jólakötturinn
kemst hann ekki í bæinn inn,
inni í friði og ró, úti í frosti og snjó
því að brátt koma björtu jólin
bráðum koma jólin.

Stjörnur sindra stillt um nótt
stafa geislum björtum.
Norðurljósin loga skær
leika á himni svörtum.
Jólahátíð höldum vér
hýr og glöð í desember
þó að feyki snjó þá í friði og ró
við höldum heilög jólin,
heilög blessuð jólin.

playing2.png