Sarpur | Vefurinn RSS feed for this section

Góð áminning!

12 Jan

Myndablogg #21

19 Okt

Nýjasta söfnunaræðið er vinylplötusöfnun. Ég fer varla í Góða hirðinn nú orðið án þess að kippa með mér nokkrum plötum. Það er eitthvað alveg sérstakt við að sitja heima í stofu og hlusta á plötur. Hlaupa svo til ef nálin festist í rispum og gefa plötuspilaranum smá selbita.

Ég sá líka þennan fína plötuskáp á vefnum (designspongeonline.com). Ef stofan væri aðeins stærri væri hann algjört möst!

neryl31

Áskorun til lesenda!!

13 Sep

Um þetta leyti í fyrra byrjaði ég á bloggátakinu mínu „Eitt myndablogg á dag“. Og ég stóð nokkurn veginn við það, bloggaði að meðaltali 4 – 5 sinnum í viku með mínum eigin myndum. Ég hélt þetta út fram að jólum…

Nú er spurning, á ég að leggja í þetta aftur? Hluti af úthaldinu í fyrra var gífurleg tilhlökkun eftir Ástralíuferðinni 27. des… ætli maður haldi það út án þess að hafa slíka gulrót í ár?

Legg þetta hér með í hendur ykkar, góða fólk sem les bloggið mitt. Kommentið ef þið sjáið þetta og fylgdust með í fyrra/fannst það sniðugt/finnst þetta góð hugmynd!

Ef ég fæ 15 – 20 lesendur til að kommenta fyrir föstudag, þá legg ég í þetta! 🙂

il_fullxfull.79192518

349. Jóla-dagligdags – 80.hluti

24 Des

Elsku vinir!
Aðfangadagur upprunninn og allir bíða spenntir eftir að jólahátíðin gangi í garð.
Síðasti glugginn í dagatalinu mínu og sá fjórtándi er algjörlega fyrir mig. Það er hún Julie mín Andrews að syngja fallegt enskt jólalag. Þetta er hátíðleikinn og jólastemningin fyrir mér!
Gleðileg jól og njótið hátíðarinnar í faðmi fjölskyldu og vina!

14. Hark the herald angels sing – Julie Andrews. Úr jólaþætti „Julie Andrews Show“ (Julie’s Christmas Special) af BBC frá árinu 1973.

348. Jóladagligdags – 79. hluti

23 Des

Bara komin Þorláksmessa og allur snjór farinn. Þá er nú gott að hafa skemmtileg jólalög til að ylja sér við 🙂

Uppáhaldsuppáhald er í þrettánda glugganum í jóladagatalinu: Litli trommuleikarinn. Heyrði það reyndar fyrst með Siggu Beinteins á e-i jólaplötu en þessi útgáfa er mesta snilldin.

13. Little Drummer Boy – Bing Crosby og David Bowie. Uppáhaldslagið ykkar? A.m.k. krúttað myndband.

347. Jóladagligdags – 78. hluti

21 Des

Jæja, tólfti glugginn kemur hérna næst. Hann er helgaður jólalagi sem ég elska að hata. Finnst það arfaleiðinlegt og yfirfullt af væmni og vitleysu en samt verð ég bara að hlusta á það…

12. Mistletoe and Wine – Cliff Richards.

346. Jóladagligdags – 77. hluti

20 Des

Ég kynntist Sufjan Stevens fyrir stuttu og hlustaði á jólapakkann hans alveg í drasl eitt sumarið (já, um sumar). Síðan þá hefur mér þótt ofsalega vænt um þessi sérstöku jólalög hans.

11. Put the Lights on the Tree – Sufjan Stevens. Hvað finnst ykkur um svona jólalög, ný af nálinni? Maður er orðinn svo vanafastur á þetta allt saman…

345. Jóla-dagligdags – 76. hluti

19 Des

Næsta lag í jóladagatalinu er uppáhald margra.

10. Last Christmas – Wham. Hvað er þetta við þessi 80’s-jólalög sem er svona sjarmerandi?

344. Jóla-dagligdags – 75. hluti

17 Des

Ég var búin að ákveða að níunda myndbandið í dagatalinu yrði íslenskt.
Verð þó að segja að eins og íslenskir tónlistarmenn hafa verið duglegir að búa til ný jólalög í gegnum tíðina finnst mér þeir tilburðir yfir höfuð mistakast. Hugsa með hryllingi til laga með Skítamóral, Á móti sól eða einhverjum slíkum… úff!
Þetta lag er þó „nýtt“, þ.e.a.s. er í yngri kantinum með tiltölulega ungri hljómsveit og ekki þýðing á erlendu lagi – og mér finnst þetta bara alveg sleppa fyrir horn, veit ekki hvort þið eruð sammála.

9. Jólin eru að koma – Í svörtum fötum.

343. Jóla-dagligdags – 74. hluti

16 Des

Þið afsakið töfina á næsta glugga í jóladagatalinu.
Nú fer að verða dálítið stuttur tími til stefnu – bæði til jóla og Ástralíu. Ég notaði daginn í gær í ýmsar útréttingar; kom flugi á hreint, fór í lyfjagjöf og bólusetningu og sótti um vegabréfsáritun.

Næsta jólamyndband var óskalag í kommentakerfinu og þetta þekkið þið öll/allar – óþarfi að kynna en óhætt að segja að þetta er eins nátengt íslensku jólahaldi og mandarínur eða piparkökur 😉 :