Sarpur | Vinnan RSS feed for this section

267. Dagligdags – 2. hluti

10 Sep

Útsýnið út á Sundin blá getur verið fallegt út um vinnugluggann minn en undanfarið hefur rignt ansi mikið. Í góðu veðri eru litirnir í Esjunni mjög fallegir.

Nýjum vinnustað fylgir oft ný tækni. Þegar við fluttum var skipt um símkerfi. Ég sé um að færa símtöl þegar hringt er í beina númerið okkar. Það vafðist dálítið fyrir mér en svo skrifaði ég bara tossamiða 🙂

Svo sit ég hérna löngum stundum yfir vinnutölvunni. Vinni vinn…

P.S. Hvað finnst ykkur um áskorun bloggsins, þ.e. blogg með a.m.k. einni mynd á dag? Látið í ykkur heyra, annars nenni ég þessu ekki!


Er ekki boðið…

4 Sep

Það er ýmislegt sem maður vildi nú síður hafa í lífinu en verður að sætta sig við:
1. Ómagi sem virðist ekkert vera að hjaðna heldur vaknaði af væru blundi og lætur mig ekki í friði, helv… andsk…
2. Óuppfærður ráder sem er samt bara 1 árs gamall en er strax orðinn úreltur, vildi sleppa við það og hafa internet sem virkaði heima hjá mér, for crying out loud!
3. Ákveðið borðstofuborð sem er í sjálfu sér ágætt en á eftir að slípa og leysa málningarhúð af sem ég vildi helst sleppa við.
4. Þegar vaktirnar á DV dragast á langinn. Eigum að vera búin kl. 21 en oftar en ekki kemst ég ekki út úr húsi fyrr en um eða eftir 10. AAaaarrrgg!!! Vildi alveg sleppa við það en get lítið gert í því – ekki er ég blaðamaður, því miður!!!
5. Gæti nú líka alveg lifað án þessara raunveruleikaþátta, hversu hliðholl ég hef verið þeim í fortíðinni þá eru þessir nýju íslensku þættir sem eiga að fara að byrja núna í haust kornið sem fyllir mælinn. Neyðist kannski bara til að hætta að horfa á sjónvarp til að forðast þá!!!

Sumarsumar

22 Júl

Sumarið hefur lent í Reykjavík. Áætlaður komutími var í byrjun maí en það mætti „fashionably late“ – sem er allt í lagi… þegar maður situr inni við tölvur og vinnur imbavinnu. Ég er hins vegar svo hæstánægð með vinnuna og vinnufélagana að ég get ekki kvartað. Við erum svakalega dugleg að nördast; spjöllum hálfu dagana um íslenska málstefnu og tilbrigði í málinu og tístum yfir skemmtilegum málhöfum og dæmum sem við rekumst á. Við höfum farið út að borða… svona fínna en á kaffistofuna í Odda… 3x ( í Norræna húsið, Tæknigarð og Rossopomodorro) og í dag kom ein með svakalegt bakkelsi og trakteringar (brauð og kökur) og við sátum í pikknikk fyrir utan Árnagarð og röðuðum í okkur brauði, hummus, osti og vínarbrauðum. Núna er ég líka gersamlega að springa…
Helgin hljómar líka vel… Ásgeir er kominn í sumarfrí og ég vinn aldrei á laugardögum og svo ætla ég að taka mér frí á mánudag (langþráða langa helgi) og það verður eitthvað skemmtilegt brallað… dadara
Eins og Spaugstofumenn sungu hér um árið… ,,Allt á, allt á uppleið…“

Dull veður

12 Júl

Agalega verður maður eitthvað þreyttur í svona veðri… Er í vinnunni og er ekki alveg að meika þetta, sossum allt í lagi að hafa svona veður þegar maður þarf að sitja inni yfir tölvu. En svona til lengdar er þetta ansi slappt, það haustar snemma að. Við bíðum annars spennt eftir að geta farið að undirrita kaupsamninginn… þetta verður ekki að raunveruleika fyrr en þá!! Þá verðum við fasteignaeigendur. Verð þó að viðurkenna að það fór dálítið um mig eftir umfjöllunina um að fasteignamarkaðurinn væri að fara að hrynja… fékk svoldið í magann yfir að við værum kannski að gera einhverja bölvaða vitleysu að vera að kaupa núna. En ég meina, það er ekki hægt að bjóða fólki endalaust að leigja á þessum prís í Reykjavík… svo ég tali nú ekki um að við erum búin að leigja ÞRJÁR íbúðir á jafnmörgum árum… kominn tími á okkar eigin, held ég.

Vinna og vinna – bjartsýnisblogg #2

21 Jún

Ég hef ákveðið að helga krafta mína vinnu í sumar… ekki það að það standi eitthvað annað til svosem hjá mér. Allir aðrir fá sumarfrí, fara til útlanda í lengri og skemmri tíma. En ég ætla hér með að taka sumrinu með bros á vör og vera dugleg að vinna. Ég hef líka komist að því mér til mikillar ánægju að vinnan mín uppi í Háskóla er mjög skemmtileg. Við erum nokkrir aðstoðarmenn að vinna saman í tölvustofu og andrúmsloftið er mjög gott. Það er líka plús að geta notað heilann þegar maður er í vinnunni… ólíkt því sem vill verða þegar maður vinnur á elliheimilum og kaffihúsum… Vinnan verður skemmtileg líka á meðan á henni stendur, ekki bara þegar klukkan fer að nálgast fjögur. Það er plús. Ég verð líklega að vinna líka eins og motherfucker á DV í júlí þegar sumarfríin eru þar… það verður fínt að fá aukapening. Maður getur víst alltaf notað hann þegar maður er í skólanum.
Við Ásgeir erum á kafi í íbúðarskoðunum og pælingum og nú verða allir að hafa augu og eyru opin fyrir okkur. – 3 herbergja íbúð í Reykjavík (þ.e. ekki Garðabær, Hafnarfjörður, efra-Breiðholt og þaðan af lengra) Einn, tveir og af stað!!! Allir að leita!!!
Meira seinna….

Skrýtið þetta frí!

28 Maí

Ég held ég kunni ekki að vera í fríi, er gjörsamlega búin á því eftir þennan dag. Ætlaði að gera hundrað milljón hluti; dekra við mig og baka og þvo og allt en endaði á því að hjóla um allan bæ með poka og pinkla og taka til í geisladiskunum mínum!! Eldaði svo með Ásgeiri og er bara alvega að leka niður…
-eftir stutt föndur komst ég hins vegar að því að uppáhaldslitirnir mínir eru blár og gulur… gaman að því!!!