Tag Archives: Bækur

249. Nördafærsla

18 Apr

Nú er ég byrjuð að lesa ævisöguna hennar Julie Andrews sem ég hef satt að segja beðið með nokkurri óþreyju. Mest finnst mér gaman að lesa um söngkennsluna sem hún fékk í æsku. Hún var mjög ung þegar foreldrarnir uppgötvuðu hversu þroskaða rödd hún hafði. 9 ára gömul var hún farin að ráða við mjög flóknar tæknilegar aríur og gat glissað upp um 2-3 áttundir áreynslulaust.
Fyrir okkur sem þekkjum eitthvað til söngs er líka gaman að vita að Julie var hálfpartinn bannað að syngja með brjóst-tón þegar hún var yngri og hún söng með höfuð-tón þangað til hún fór að syngja í söngleikjum á efri árum. Kannski er þarna komin skýring á því hversu hreinn og bjartur hljómur var í rödd hennar alla tíð!

245. Loksins kemur hún!

14 Apr

… var að fá hana frá Amazon, hlakka til að hella mér í lesturinn! (Ekki verra að fá eina mynd með:) )

244. Vor í lofti – bók í hönd!

28 Mar

Þegar fer að vora svona eins og undanfarið, langar mig ekkert meira en að lesa góðar bækur. Það er eitthvað við sumarið sem fær mig til að dreyma um að flatmaga í sólinni og lesa eitthvað stórvirki.

Af því tilefni uppfærði ég listann minn undir flipanum Bestu bækur allra tíma. Þar er nú kominn enn lengri og ítarlegri listi í stafrófsröð.
Ef þið eruð eins og ég, hvet ég ykkur að drífa ykkur á bókasafnið og fylla svo náttborðið af meistaraverkum, hvort sem þau eru erlend eða íslensk!!

Var að klára þrjár bækur; Pan, Loftskeytamanninn og Viktoríu eftir Knut Hamsun. Mæli með þeim öllum fyrir rómantíkera!