Tag Archives: ég

269. Dagligdags – 4. hluti

13 Sep

Þegar ég fór á bókasafnið í gær rakst ég á þessa fínu list á vegg við bílastæðin, dáldið flott.

Mér fannst ég vera fín og sæt í gær, tilvalið að deila því með ykkur. Tek það fram að ég er sannarlega ekki alltaf með sætuna og hvað þá þegar maður þarf að vera „mjög snyrtilegur“ í vinnunni, ég átti ekki einu sinni fínar buxur áður en ég byrjaði hérna!

Að lokum ein falleg morgunmynd af Viðey. Hef enduruppgötvað þennan fallega stað eftir að vinnan flutti og nú keyri ég hérna fram hjá á hverjum morgni. Takið eftir fallegu og löngu skuggunum í Esjunni.

267. Dagligdags – 2. hluti

10 Sep

Útsýnið út á Sundin blá getur verið fallegt út um vinnugluggann minn en undanfarið hefur rignt ansi mikið. Í góðu veðri eru litirnir í Esjunni mjög fallegir.

Nýjum vinnustað fylgir oft ný tækni. Þegar við fluttum var skipt um símkerfi. Ég sé um að færa símtöl þegar hringt er í beina númerið okkar. Það vafðist dálítið fyrir mér en svo skrifaði ég bara tossamiða 🙂

Svo sit ég hérna löngum stundum yfir vinnutölvunni. Vinni vinn…

P.S. Hvað finnst ykkur um áskorun bloggsins, þ.e. blogg með a.m.k. einni mynd á dag? Látið í ykkur heyra, annars nenni ég þessu ekki!


255. Vonbrigði dagsins

19 Maí

Hvernig dettur yfirvöldum í mínum gamla leikskóla að breyta því sem er rótgróið og greipt í vitund þeirra barna sem nú eru fullorðin og nutu þeirra forréttinda að nema við stofnunina??

Hvernig stendur á því að Tjarnarborgin státar ekki lengur af Snigladeild, Úlfadeild og Fíladeild?? Í staðinn eru deildirnar bara tvær, Lækur og Tjörn… hvað er töff við það?

Halló, góðan daginn!?