Tag Archives: Heimilistónar

Myndablogg #26

26 Okt

Mikið ofsalega, svakalega, æðislega var gaman á Heimilistónaballinu á laugardaginn! Næstum því meira gaman en í fyrra!

Við byrjuðum í sushi og hvítvíni hérna heima, allar uppstrílaðar og fínar í kjólunum okkar og með hárið uppsett og smart (sumar meira en aðrar). Við fengum svo skutl í bæinn og alveg upp að dyrum á Iðnó. Það var ekkert verra því við vorum allar á svo svakalega elegant ballskóm.

Iðnó skartaði sínu fínasta og við komum okkur vel fyrir á borði nálægt sviðinu. Þegar klukkan fór að nálgast miðnætti og allar Öskubuskur hefðu verið farnar að hugsa sér til hreyfings, steig loksins hljómsveit kvöldsins á svið. Eftirvæntingin leyndi sér ekki:

PA240058

Enda voru þær Heimilistónakonur; Ólafía, Elva Ósk, Ragga, Katla og Vigdís, hver annarri smartari og skemmtilegri. Svo maður tali nú ekki um hina ýmsu gestasöngvara og -dansara. Að öðrum ólöstuðum átti Smári rótari þó salinn og var klappaður upp margsinnis.

Eftir að hafa dansað af okkur skó, hæla, kálfa og hné fórum við örþreyttar heim í koju.

PA250068

(takið eftir fína bútasaumsteppinu á bak við trommusettið, systir hennar Ólafíu gerði það 🙂 )

Myndablogg #25

24 Okt

Ég er að fara á ball í kvöld… liggaliggalái! 🙂

PA240041

294. Dagligdags – 27. hluti

13 Okt

Á laugardaginn skellti ég mér á ball ársins, hvorki meira né minna! Fórum fjórar saman stöllurnar (Bínurnar svokölluðu) á Kjólaball Heimilistóna í Iðnó. Við María brunuðum beint af Kjalarnesinu til Hillu og eftir að hafa klætt okkur upp í galakjóla (að sjálfsögðu) þutum við á ballið.

Ballið sjálft var æðislegt; hljómsveitin engu lík, félagsskapurinn framúrskarandi og svo var bara svo mikil stemming! Allir í húsinu kunnu textana við lögin þeirra og meira að segja sungu allir með nýju lögunum eins og ekkert væri!

(mynd frá Hillu)

Reyndar fengum við ekki uppáhaldslagið okkar sem óskalag, þrátt fyrir að hafa sungið það sjálfar á erlendri grundu, en það var verulega sátt Eyrún sem skrönglaðist heim í rúm eftir fjóra tíma af stanslausum dansi!