Tag Archives: klaufaskapur

322. Dagligdags – 54. hluti

18 Nóv

p1010039

Bálkur hrakfalla það sem af er nóvembermánuði:

8. nóvember: Flýg á hausinn í Surtshelli. Uppsker marbletti á ólíklegustu stöðum og skrapa skinn af hægri hendinni.
15. nóvember: Loka bílhurð á olnbogann á mér (sjá mynd hér að ofan). Uppsker ótrúlegan marblett.
17. nóvember: Reyni að rista sjálfa mig á hol í sturtunni í Laugardalslauginni. Vopnið eru tvær ömmuspennur á teygju utan um úlnliðinn.

Get ekki sagt að mér finnist ég mjög heppin þessa dagana. Lít sannarlega ekki út fyrir það!