Tag Archives: Michael Jackson

Uppáhalds…

30 Jún

Hef verið að hlusta á gömlu Michael Jackson-plöturnar í iPodinum síðustu daga.

Hann má eiga það að tónlist gat hann samið, þó að hann væri sannarlega ekki hamingjusamur maður. Í samræmi við síðustu slúðurfréttir er kómískt að hlusta á Billie Jean: „the kid is not my son“…

Ég var aldrei svona MJ-barn og því engar video-upptökur til af mér með bleyju að skaka mér við Thriller eða Bad! Ég uppgötvaði hann miklu seinna og á mínum forsendum. Þess vegna eru þessi vinsælustu lög ekkert endilega uppáhaldslögin mín með honum. Ég dýrka t.d. Scream sem hann gerði með Janet og Off the Wall-plötuna sem mér finnst ekki heyrast mjög oft í seinni tíð. Ben finnst mér líka dásemd í einfaldleika sínum.

Hvert er uppáhalds Michael Jackson-lagið ykkar?