Tag Archives: Sjálfspróf og -listar

256.

10 Jún

Ætlaði alltaf að blogga meira um Evróvisjón, þetta varð svolítið endasleppt hjá mér! En svo meikaði ég það ekki og það dróst og dróst… svo hérna fáið þið skemmtilesningu í staðinn. Svona listar eru svo mikið sumardæmi eitthvað, enginn helst við í vinnunni og nennir ekkert að gera (lesist: Ég)…

1. ERTU SKÍRÐ/UR Í HÖFUÐIÐ Á EINHVERJUM? Jah, ég var það ekki þangað til fyrir stuttu. Í janúar sl. bætti ég Ellýjar-nafninu við og heiti nú í höfuðið á langömmu. Þetta stóð til þegar ég var skírð en einhverra hluta vegna hættu foreldrarnir við á síðustu stundu.

2. HVENÆR FÓRSTU SÍÐAST AÐ GRÁTA? Hágrét í síðustu viku þegar ég kláraði síðustu kaflana í bókinni Kona fer til læknis. Mæli með henni við alla, hún er rosalega áhrifamikil og um venjulegt fólk.

3. FINNST ÞÉR ÞÚ SKRIFA VEL? Mér fannst ég aldrei skrifa vel, fékk aldrei neitt hátt í skrift í barnaskóla og æfði mig aaaaaldrei að skrifa nafnið mitt þúsund sinnum eins og vinkonur mínar. En ég held ég hafi snotra rithönd.

4. ÁTTU BÖRN ? EF JÁ HVE MÖRG? Engin börn enn sem komið er.

5. EF ÞÚ VÆRIR EINHVER ANNAR EN ÞÚ ERT,VÆRIRÐU VINUR ÞINN? Ef ég væri einhver annar þá þyrfti ég örugglega að hafa talsvert fyrir því að komast undir skelina á „mér“, ég á ekkert of auðvelt með að kynnast nýju fólki. En um leið og við, ég og ég, yrðum málkunnugar held ég að við gætum orðið góðir vinir.

6. NOTARÐU KALDHÆÐNI MIKIÐ? Bíddu, hvað er það?

7. FÆRIRÐU Í TEYGJUSTÖKK? Ég vil trúa því að ég sé nógu kjörkuð til að geta það en þegar á hólminn væri komið myndi gamla góða lofthræðslan taka öll völd, er ég hrædd um.

8. HVAÐA MORGUNMATUR ER Í UPPÁHALDI HJÁ ÞÉR? Ég er ein af þeim sem fæ æði fyrir einhverju ákveðnu í tiltekinn tíma en hætti því svo. Te og ristað brauð með banana/osti og paprikusneiðum er morgunverður meistaranna þessa dagana.

9. REIMARÐU FRÁ ÞEGAR ÞÚ FERÐ ÚR SKÓNUM? Yfirleitt já

10. TELURÐU ÞIG ANDLEGA STERKA? Þetta er flókin spurning… held ekki, nema kannski í stóráföllum. Ég fríka samt reglulega út, er úttauguð og stressuð árið um kring.

11. HVERNIG ÍS ER Í UPPÁHALDI HJÁ ÞÉR? Hvers lags spurning er þetta? Á að núa manni þessu endalaust um nasir? Hnuss!

12. HVAÐ ER ÞAÐ FYRSTA SEM ÞÚ TEKUR EFTIR Í FARI FÓLKS? Hvort það er opið og ófeimið eða hlédrægt.

13. RAUÐUR EÐA BLEIKUR VARALITUR? Rauður er eggjandi.

14. HVAÐ MISLÍKAR ÞÉR MEST VIÐ SJÁLFA ÞIG? Ég vísa í svör nr.5, 7 og 10.

15. HVAÐA MANNESKJU SAKNAR ÞÚ MEST? Amma minna beggja.

16. VILTU AÐ ALLIR SEM LESA ÞETTA SVARI ÞESSUM LISTA? Jább, og pósti á bloggið svo að ég geti hnýst í einkalíf þeirra, eins og þeir í mitt!

17. HVAÐA LIT AF BUXUM OG SKÓM ERTU Í NÚNA? Er í svörtum „vinnu“-buxum, sem ég hélt ég ætti aldrei eftir að ganga í dagsdaglega, svörtum sokkum og hvítu stúdentaútskriftarskónum mínum.

18. HVAÐ VAR ÞAÐ SÍÐASTA SEM ÞÚ BORÐAÐIR? Te og pizzasnúðarnir mislukkuðu sem við Diljá bökuðum á föstudag.

19. Á HVAÐ ERTU AÐ HLUSTA NÚNA? Samstarfskonu mína tala í símann. Guð hvað ég hlakka til að flytja!

20. EF ÞÚ VÆRIR LITUR, HVAÐA LITUR VÆRIR ÞÚ? Ég væri grænn eða rauður.

21. HVAÐA LYKT FINNST ÞÉR BEST? Ó svo mörg, blómalykt minnir mig á ömmu Steinu, matarlyktina heima hjá mömmu elska ég, graslykt, hestalykt, sundlyktina sem er föst á mér allan daginn alla daga og svona mætti lengi telja.

22. VIÐ HVERN TALAÐIRÐU SÍÐAST Í SÍMA? Vini mína hjá Vodafone.

23. LÍKAR ÞÉR VEL VIÐ ÞÁ MANNESKJU SEM SENDI ÞÉR ÞESSAR SPURNINGAR? Ég stal spurningunum af heimasíðu sem mér finnst mjög kúl og eigandinn ekki síður… eh Sjöfn 🙂

24. UPPÁHALDSÍÞRÓTT SEM ÞÚ HORFIR Á? Get dottið inn í handbolta, sérstaklega ef það eru stórmót. Mér finnast hins vegar sund, dýfingar og fimleikar mun skemmtilegri áhorfs.

25. ÞINN HÁRALITUR? Ljósbrúnn, segi ekki skol-músarlitur því að það er meira brúnt í því. Hárgreiðslumaðurinn minn segir að ég sé með gífurlega heilbrigt hár. Og hafiði það!

26. AUGNLITUR ÞINN? Gráblár.

27. NOTARÐU LINSLUR? Æ. Ætlaði að reyna það, gengur ekkert sérstaklega vel.

28. UPPÁHALDSMATUR? Allt sem ég má og má ekki borða.

29. HRYLLINGSMYND EÐA GÓÐUR ENDIR? Get ekki horft á hryllingsmyndir, finnst sögulegar korselettumyndir langbestar.

30. SÍÐASTA BÍÓMYND SEM ÞÚ SÁST Í BÍÓ? Mök og miðbærinn, hehehe.

31. KNÚS OG KOSSAR EÐA LENGRA Á FYRSTA DEITI? Ekki mikið lengra á fyrsta deiti, er það?

32. UPPÁHALDS EFTIRRÉTTUR? Allt annað en ís, eins og mamma hefur komist að!

33. HVER ER LÍKLEGASTUR TIL AÐ SVARA ÞESSU OG BIRTA? Veit ekki.

34. HVER ER ÓLÍKLEGASTUR?
Nenni ekki að svara þessu.

35. HVAÐA BÓK ERTU AÐ LESA? Er alltaf að lesa nokkrar bækur í einu. Núna er ég að lesa Mansfield Park eftir Jane Austen og Í þokunni eftir Philippe Claudel. Báðar mj. góðar.

36. HVAÐA MYND ER Á MÚSARMOTTUNNI ÞINNI? Engin, hún er blá með gelstuðningspúða fyrir úlnliðinn.

38. Á HVAÐ HORFÐIRÐU Í SJÓNVARPINU Í GÆR? Ji, man maður það svona daginn eftir? Sá aðeins af fréttum, skipti svo á Skjáinn þegar EM byrjaði (hef engan tolerans fyrir fótbolta, engan!!), horfði á örlítið Dynasty (WTF?), smá One Tree Hill og Eureka og CSI. Slökkti þegar Jay Leno byrjaði.

39. ROLLING STONES EÐA BÍTLARNIR? Bítlarnir.

40. HVAÐ ER ÞAÐ LENGSTA SEM ÞÚ HEFUR FARIÐ FRÁ ÍSLANDI? Hef ekki farið mjög langt, sennilega Ítalía.

41. HVERJIR ERU ÞÍNIR HELSTU EIGINLEIKAR? Of væmin skóladagbókarspurning til að svara þessu. Ég er stundvís, jú.

42. HVAR FÆDDISTU? Bangkok norðursins.