Tag Archives: Tónleikar

Eivör á Nasa í gærkvöldi

4 Apr

Tónleikarnir á Nösu í gær voru stórgóðir. Mikil stemming í salnum og sungið með í öllum lögum sem fólk þekkti. Mér fannst nýja stöffið ágætt, dálítið commercial eins og Mannabarn var reyndar – en gott rokk á köflum.

Mæli með því að fólk skelli sér á fría tónleika í Borgarnesi eða í Vestmannaeyjum. Eivör er þjóðargersemi…

239. Að láta sér detta það í hug!

4 Feb

Þann 23. febrúar fer ég á tónleika að sjá þessa fíra á sviði sem kenna sig við þursa

78article.jpg

Þeir gáfu m.a. út þessar plötur

imageashx.png og image1ashx.png

… eru víst að koma saman í tilefni af 30 ára afmæli sínu og verður svaka stuð, spila með Caput-hópnum og ég veit ekki hvað!

En…

á sama tíma verður þetta í sjónvarpinu

songvakeppni2008ny.jpg

þ.e.a.s. lokakeppnin – þar sem framlag okkar í þessa keppni

esccolourlogobelgrade_sm.gif

verður valið!

Ég er eitt mesta júróvisjón-nörd (já, það er hk.orð!) sem ég þekki.
Hvað var ég að hugsa?