Sarpur | 17:11

179. Sælgæti = kynlíf

24 Apr

Ég keypti mér nammi í dag. Það er svo sem engin nýlunda, ég geri það oft. Alltof oft meira að segja. Ég keypti svona ávaxtakaramellu sem mér finnst voðalegt gott. Frá Maoam. Þá brá mér í brún. Þegar ég ætlaði að taka utan af karamellunni bréfið blasti þetta við mér:

Ok, ef þetta er ekki dónalegt þá veit ég ekki hvað. Og svo borða börn þetta. Ég fékk mér annað. Myndin á því var svona:

Sannarlega ekkert skárri. Svo fór ég að hugsa. Maður heyrir alltaf af því að fólk er að bera saman súkkulaði og kynlíf, ef mann langar í súkkulaði þá langar mann í raun og veru í kynlíf. Þannig að þeir hjá Maoam hafa hugsað með sér: Ok, við getum framleitt alveg fáránlega lélegt nammi ef við merkjum það bara þannig að fólk hættir við að opna umbúðirnar og fer bara að stunda kynlíf í staðinn! Ok, gott plan, lækkar rekstrarkostnaðinn!!
Eða kannski ekki. Allavega, mér finnst þetta undarlegar umbúðir og ekki þesslegar að mig langi hvorki í sætindi né kynlíf þegar ég sé þær. Hvað finnst ykkur??

P.s. Sælgætið sjálft er alveg ágætt og auðvitað át ég það allt upp til agna!