FF #5

4 Feb

Föndrið í dag er sögulegt að því leyti að það var búið til á fyrsta formlega fundi Föndurheimsveldisins!Föndurheimsveldið eru ég, HTF og KP og þrátt fyrir að vera bara þrjár er þetta engu að síður heimsveldi „in making“! Við vorum ótrúlega framleiðnar (þ.e. framleiddum helling) og ætlum sannarlega að hittast aftur svona. Auglýsum hér með eftir umsóknum nýrra meðlima, sem verða þó að vera einbeittir föndrarar! 🙂

Ég bjó til hálsmen úr blúndu. Undirbúningsvinnuna vann ég heima. Þá klippti ég blúndu út úr koddaveri sem ég komst yfir. Kosturinn við það er að svona blúndur eru fjórar á koddaverinu og því gæti ég gert þrjú hálsmen í viðbót:

Blúnduna stífaði ég svo í heitu sykurvatni (sbr. 1. fimmtudagsföndrið) og lét þorna vel. Hún var því orðin stíf þegar ég fór á heimsveldisfund. Ég tók mig svo til og saumaði blúnduna á appelsínugult fílt.

Fíltið var svo klippt til.

Að lokum klippti ég svolítil göt í fíltið og þræddi í gegn keðju. Ég hafði keypt nokkuð grófa keðju í Byko en keðjur fást auðvitað í föndurbúðum líka.

Svona varð því afraksturinn! Nokkuð sátt með hann og einstaklega gott að föndra í félagi við fleiri því að þá fær maður leiðbeiningar og hrós sem er alltaf vel þegið 🙂

Ég prófaði svo hálsmenið þegar ég kom heim. Myndin er að mestu úr fókus en skilar því sem skila þarf, ekki satt? Kemur þetta ekki bara vel út?

– og nú vil ég fá komment frá þeim sem lesa alla færsluna, það væri gaman að sjá hverjir kíkja hérna inn (híhí)

14 svör to “FF #5”

  1. Þórdís febrúar 4, 2010 kl. 09:16 #

    Þetta finnst mér aldeilis frábært föndur hjá þér! Virðist vera frekar einfalt en samt svo smart og nytsamlegt. Fíla svoleiðis!

    • eyrun febrúar 4, 2010 kl. 09:47 #

      Ég er algjörlega sammála, smart og nytsamlegt er algjörlega mottóið mitt!

  2. Hilla febrúar 4, 2010 kl. 09:23 #

    Þetta er allgjör snilld, og kemur sérlega vel út á þér í svona svartri peysu!

    Þetta er líka frekar einfallt, það er rétt en maður gæti þurft sterkar hendur til a klemma saman endana á keðjunni!

    Til ykkar sem ekki eruð í föndurheimsveldinu en hafið áhuga á föndri þá er margt mjög einfallt en samt sniðugt ogfallegt hægt að búa til. Fyrsta skrefið er alltaf að finna sér það sem maður hefur áhuga á að gera!

  3. Diljá febrúar 4, 2010 kl. 09:24 #

    Alveg meiriháttar flott 😉

  4. Helga febrúar 4, 2010 kl. 09:28 #

    Yfir sig töff og einmitt mjög flott við svarta peysu.
    Það væri líka voða gaman að vita hvað hinar í heimsveldinu föndruðu.

    • eyrun febrúar 4, 2010 kl. 09:49 #

      Ég var í rauninni sú eina í heimsveldinu sem stefndi á opinberun viðfangsefnisins, en hinar væru ofsalega duglegar engu að síður og framleiddu fagra og nytsama hluti.

  5. Karen P. febrúar 4, 2010 kl. 13:27 #

    Ég las alla færsluna í gegn, Eyrún!

    Jú, mín framleiðsla var mjög fögur og nytsamleg. Ég gerði hárspennu úr perlum. Fyrst reyndi ég við annað verkefni en setti það til hliðar og sneri mér að þessu. Þarf að útfæra hitt betur. Er með hugmynd….

  6. Svanhvít febrúar 4, 2010 kl. 16:45 #

    Frábært framtak fimmtudagsföndrið. Fylgist alltaf með 🙂 (hvað eru mörg F í því?)

    Er alltaf að fá hugmyndir og geri lítið úr þeim, nema það feli í sér garn og prjóna. Þú ert góð hvatning og þetta er flott og skemmtmilegt, hlakka til að sjá meira 🙂

  7. Krumma febrúar 4, 2010 kl. 18:15 #

    Hrikalega flott 🙂 Er búin að vera að fylgjast með en er slatta léleg að kommenta hehe!! Og hvar á maður að senda umsóknina 😉

  8. Krumma febrúar 4, 2010 kl. 18:16 #

    Eða jafnvel hvert? (á maður að senda umsóknina) hahaha!!

  9. Hlíf febrúar 6, 2010 kl. 20:14 #

    Ég er nýbyrjuð að lesa aftur blogg, á eftir að lesa fullt frá þér sem ég missti af í netleysinu. Þetta er rosalega flott og smart og sniðugt. Ég væri sko alveg til í að vera í föndurheimsveldinu … 🙂

    p.s. er í þessum skrifuðu orðum að horfa á eurovision, flott upphafsatriði!

    • eyrun febrúar 7, 2010 kl. 21:41 #

      Húbba og Hlíf, heimsveldið er opið fyrir umsóknum frá ykkur 😉

  10. Bryndís febrúar 11, 2010 kl. 13:53 #

    Mjög flott hálsmen Eyrún! Mér finnst alltaf gaman að sjá hvað aðrir eru að gera, fá hugmyndir og svona. Ætla að fara að fylgjast vel með hér. Hlakka til að sjá meira 🙂

  11. Kristín S. Bjarnadóttir janúar 6, 2012 kl. 21:21 #

    Mjög flott hjá þér!

Færðu inn athugasemd