FF #16

22 Apr

Elsku lesendur, gleðilegt sumar!

Eitthvað hefur tíminn farið í annað en föndur undanfarið. Ég fór þó á Föndurheimsveldishitting um daginn þar sem ég undirbjó föndur dagsins, bókakrans!

Í tilefni af viku bókarinnar langar mig að tileinka föndrið bókaklúbbnum mínum, Skruddunum, og sérstaklega Helgu vinkonu sem eignaðist lítinn snáða í vikunni 🙂

Varúð: Viðkvæmir ættu að staldra við, í þessari færslu er farið illa með bækur!

Fyrst sótti ég mér bók í Góða hirðinn. Ég segi ‘sótti’ því að ég keypti hana ekki, hún lá frammi í afgreiðslunni þar sem alltaf liggja nokkrar GEFINS bækur og blöð. Mjög hentugt. Fyrir valinu varð Maðurinn með stálhnefana (sem ég hef því miður aldrei lesið) en leit út fyrir að vera dálítið lúin og lesin 😉

Annað sem til þurfti var frauðplasthringur (ég notaði ca. 12 cm í þvermál), límbyssu og nokkra títuprjóna.

Tilgangurinn var að rífa/klippa blaðsíður bókarinnar niður, rúlla þeim síðan upp og líma á kransinn með líminu. Límbyssulím er mjög heitt. Mjööög heitt. Þetta var því talsvert klístur- og brunaverk!

Fyrst er límt á allt yfirborð kransins:

Það er það sem snýr niður á kransinum. Ég lét þunga bók hvíla ofan á frauðhringnum til að fletja blaðsíðurnar betur út.

Síðan er kransinum snúið við og byrjað að líma hinum megin frá. Ég reyndi að líma í lögum til að allt væri jafnt. Sumar blaðsíðurnar voru sérstaklega óþægar og vildu ekki límast. Þrátt fyrir að ég hefði brennt mig á öllum fingrum. Þá greip ég til títuprjónanna 🙂

Rétt nýbyrjuð:

alveg að verða búin!

Til að festa herlegheitin upp á vegg þarf maður hanka. Ég límdi lítinn borða aftan á kransinn. Eins og þið sjáið þá vildi hann ekki festast svo að ég títaði hann niður. Þolinmæðin aðeins farin að bresta á síðustu metrunum!

Svona lítur þá bókin út í þessu formi. Engu verri nýting en innbundin, er það nokkuð? 😉


Hugmyndina fékk ég héðan.

2 svör til “FF #16”

  1. Helga maí 1, 2010 kl. 14:15 #

    Hei – ég bara hreinlega missti af þessu föndri! Agalega sniðugt og flott endurvinnsla.

  2. Elísa Marie Guðjónsdóttir desember 1, 2014 kl. 09:36 #

    Hvar kaupir maður svona frauðhring

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s

%d bloggurum líkar þetta: