FF #34

26 Ágú

Haustkvefið herjar hér á þessum bæ en ég ætla nú samt að skella inn smá föndri sem ég dundaði mér við yfir sjónvarpinu í gærkvöldi. Þetta er verulega lítið mál og ætti ekki að taka meira en hálftíma í framkvæmd. Hugmyndina fékk ég  hér, þ.e.a.s. að gera hálsmen úr stuttermabolum. Allt sem þarf er stór stuttermabolur, skæri og saumavél.

Þegar ég athugaði málið fann ég engan stuttermabol á lausu en ég átti dálítið af hvítu lérefti og notaði það í staðinn. Ég reif það niður í strimla, 3 x3.

Svo eru strimlarnir saumaðir saman í annan endann og byrjað að flétta. Ég klippti líka niður dálítið af grárri blúndu sem ég fléttaði saman við í eina fléttuna – alls verða þær þrjár.

Svo er gengið frá fléttunum með því að sauma endann saman…

… og svo saman í hring.

Til að fela endana er smá stuttermabolsbútur tekinn og saumaður utan um endana…

… þétt upp við til að hylja endana og halda öllu heila klabbinu saman!

Þá lítur þetta svona út. Einfalt og fljótlegt skraut, sem má auðvitað vera aðeins styttra. Ég mæli samt með því að nota stuttermabol í þetta hálsmen því að það verður örugglega mun teygjanlegra og skemmtilegra við það!

5 svör to “FF #34”

  1. Helga ágúst 26, 2010 kl. 09:44 #

    Hei, það væri örugglega sniðugt að gera svona og nota til að binda gardínur saman (man ekki hvað svoleiðis heitir), en æ þú veist – maður bindur þetta utan um gardínuvænginn miðjan, eða svo til að gera sisvona smart eitthvað. Veistu eitthvað hvað ég á við?

    • eyrun ágúst 26, 2010 kl. 09:55 #

      Jább, það held ég – jú, það væri alveg hægt að gera svoleiðis fyrir gardínuvængi! 🙂

      • Helga ágúst 26, 2010 kl. 10:24 #

        Fór að hugsa þetta af því gardínubindidótið sem ég á er svo gasalega ljótt. Langar í nýtt.

  2. Hildur ágúst 26, 2010 kl. 10:00 #

    Ohh sniðugt! og umhverfisvænt og allt! Ég er alltaf að hugsa um hálsmen og núna ætla ég að fara skoða öll hálsmen þú hefur gert og sjá hvað mig langar mest að gera :o)

  3. sigrun ágúst 26, 2010 kl. 13:26 #

    rosa flott eyrún

Færðu inn athugasemd